Ísland gæti spilað heimaleiki í kringum London, Köben eða Alicante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:31 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi með íslenska landsliðinu í umspilaleikjunum næsta vor. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun leika heimaleiki sína í byrjun næsta árs á erlendri grundu. Ekki liggur fyrir hvar spilað verður, en Norðurlöndin koma sterklega til greina. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira