Íbúar Ohio samþykkja að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 12:00 Niðurstöðunni var ákaft fagnað af stuðningsmönnum tillögunnar í gær. AP/Sue Ogrocki Gengið var til kosninga víða í Bandaríkjunum í gær, þar sem kosið var um ríkisstjóra, hæstaréttardómara og ýmsar tillögur. Í Ohio bar til tíðinda, þar sem 56,6 prósent íbúa kusu að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanar eru í meirihluta í bæði neðri og efri deild þingsins í Ohio og vonir standa til þess að þær séu til marks um að þungunarrof verði ofarlega í huga kjósenda þegar gengið verður til kosninga á næsta ári. Viðauka verður nú bætt við stjórnarskrána sem kveður á um rétt einstaklingsins til að taka eigin ákvarðanir er varða frjósemi og barneignir og mun tryggja konum réttinn til getnaðarvarna og þungunarrofs auk þjónustu þegar fósturlát á sér stað. Stuðningsmenn tillögunar höfðu varað við því að yrði hún ekki samþykkt væri hætta á því að þingið þrengdi að fyrrnefndum réttindum með lagasetningu en andstæðingar tillögunnar sögðu hætt við að hún opnaði á þungunarrof langt fram eftir meðgöngu. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku. Samkvæmt tillögunni mun viðaukinn fela í sér blátt bann við því að ríkið grípi til íþyngjandi aðgerða, banni eða geri refsivert þungunarrof fyrir þann tíma er fóstur getur lifað utan líkama móðurinnar. Það viðmið er gjarnan 23. eða 24. vika. Viðaukinn mun heimila ríkisvaldinu að takmarka aðgengi að þungunarrofi eftir þann tíma en það verður að heimila þungunarrof þegar læknir telur það nauðsynlegt til að varðveita heilsu og/eða líf. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanar eru í meirihluta í bæði neðri og efri deild þingsins í Ohio og vonir standa til þess að þær séu til marks um að þungunarrof verði ofarlega í huga kjósenda þegar gengið verður til kosninga á næsta ári. Viðauka verður nú bætt við stjórnarskrána sem kveður á um rétt einstaklingsins til að taka eigin ákvarðanir er varða frjósemi og barneignir og mun tryggja konum réttinn til getnaðarvarna og þungunarrofs auk þjónustu þegar fósturlát á sér stað. Stuðningsmenn tillögunar höfðu varað við því að yrði hún ekki samþykkt væri hætta á því að þingið þrengdi að fyrrnefndum réttindum með lagasetningu en andstæðingar tillögunnar sögðu hætt við að hún opnaði á þungunarrof langt fram eftir meðgöngu. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku. Samkvæmt tillögunni mun viðaukinn fela í sér blátt bann við því að ríkið grípi til íþyngjandi aðgerða, banni eða geri refsivert þungunarrof fyrir þann tíma er fóstur getur lifað utan líkama móðurinnar. Það viðmið er gjarnan 23. eða 24. vika. Viðaukinn mun heimila ríkisvaldinu að takmarka aðgengi að þungunarrofi eftir þann tíma en það verður að heimila þungunarrof þegar læknir telur það nauðsynlegt til að varðveita heilsu og/eða líf.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira