Ten Hag: Enginn Casemiro fyrr en í fyrsta lagi um jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 12:01 Casemiro meiddist í leik Manchester United og Newcastle á Old Trafford en hann hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarið. AP/Dave Thompson Brasilíumaðurinn Casemiro verður frá í langan tíma ef marka má það sem knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagði á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og FC Kaupmannahafnar. Casemiro er tognaður aftan í læri og verður frá keppni að minnsta kosti fram yfir jól. Casemiro meiddist í deildabikarleik á móti Newcastle á Old Trafford í síðustu viku, í leik sem tapaðist 3-0. Casemiro verður því með Lisandro Martínez á meiðslalistanum næstu vikurnar. Ten Hag: I don t expect Lisandro Martínez and Casemiro to be available again before Christmas .One more big blow for Manchester Utd. pic.twitter.com/AW1xiqmdyA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 „Ég býst við því að fá menn til baka af meiðslalistanum en meiðslin hjá Casemiro og Martinez eru verri. Ég býst ekki við því að fá þá til baka fyrir jól. Casemiro verður örugglega frá í margar vikur,“ sagði Erik ten Hag. Ten Hag gat glatt stuðningsmenn United með því að ensku landsliðsmennirnir Harry Maguire og Marcus Rashford eru báðir klárir í slaginn á Parken í kvöld. Maguire lék í níutíu mínútur um helgina þrátt fyrir að fá tvisvar sinnum svima í leiknum en Rashford missti alveg af leiknum vegna meiðsla. „Við fylgdum öllum reglum varðandi höfuðhögg, bæði í leiknum og eftir hann. Maguire er klár í leikinn. Það eru engin merki um heilahristing. Hann spilaði mjög vel. Rashford missti af einum leik eftir smá högg en hann er hundrað prósent klár í leikinn,“ sagði Ten Hag. Manchester United er í þriðja sæti riðilsins, einu stigi á eftir Galatasaray sem er i öðru sæti. United þarf því helst sigur í kvöld ætli liðið sér í sextán liða úrslitiin. FCK er á botninum, tveimur stigum á eftir United en Bayern München er með fullt hús á toppnum. Lisandro Martinez Casemiro Erik Ten Hag has confirmed that the Man Utd duo are not expected to return from injury before Christmas pic.twitter.com/LW7elPVs4H— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 7, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Casemiro er tognaður aftan í læri og verður frá keppni að minnsta kosti fram yfir jól. Casemiro meiddist í deildabikarleik á móti Newcastle á Old Trafford í síðustu viku, í leik sem tapaðist 3-0. Casemiro verður því með Lisandro Martínez á meiðslalistanum næstu vikurnar. Ten Hag: I don t expect Lisandro Martínez and Casemiro to be available again before Christmas .One more big blow for Manchester Utd. pic.twitter.com/AW1xiqmdyA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 „Ég býst við því að fá menn til baka af meiðslalistanum en meiðslin hjá Casemiro og Martinez eru verri. Ég býst ekki við því að fá þá til baka fyrir jól. Casemiro verður örugglega frá í margar vikur,“ sagði Erik ten Hag. Ten Hag gat glatt stuðningsmenn United með því að ensku landsliðsmennirnir Harry Maguire og Marcus Rashford eru báðir klárir í slaginn á Parken í kvöld. Maguire lék í níutíu mínútur um helgina þrátt fyrir að fá tvisvar sinnum svima í leiknum en Rashford missti alveg af leiknum vegna meiðsla. „Við fylgdum öllum reglum varðandi höfuðhögg, bæði í leiknum og eftir hann. Maguire er klár í leikinn. Það eru engin merki um heilahristing. Hann spilaði mjög vel. Rashford missti af einum leik eftir smá högg en hann er hundrað prósent klár í leikinn,“ sagði Ten Hag. Manchester United er í þriðja sæti riðilsins, einu stigi á eftir Galatasaray sem er i öðru sæti. United þarf því helst sigur í kvöld ætli liðið sér í sextán liða úrslitiin. FCK er á botninum, tveimur stigum á eftir United en Bayern München er með fullt hús á toppnum. Lisandro Martinez Casemiro Erik Ten Hag has confirmed that the Man Utd duo are not expected to return from injury before Christmas pic.twitter.com/LW7elPVs4H— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 7, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira