Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2023 18:40 Íris Eva Stefánsdóttir, Helgi Hróar Sigurðsson og Eysteinn Rúnarsson eru öll nemendur í Grunnskóla Grindavíkur. Þau segjast öll orðin frekar vön jarðskjálftum á svæðinu og ekki hafa miklar áhyggjur af því af mögulegu eldgosi. Vísir/Sigurjón Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. Óvissustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðastliðinn sólarhring þar sem mælst hafa um eitt þúsund skjálftar. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum þá sér í lagi þeir sem búa í Grindavík. Hátt í sex hundruð börn stunda nám í Grunnskóla Grindavíkur og þar starfa um tvö hundruð manns. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri þar segir ýmislegt hafa verið gert síðustu vikurnar til að undirbúa börnin vegna jarðhræringanna. „Við erum búin að vera núna með þetta óvissustig í held ég tvær vikur og þeim tíma höfum við dustað rykið af viðbragðsáætlunum. Ryklagið var nú ekkert þykkt. Þetta er búið að vera svona aðeins að stríða okkur í þrjú ár. Núna þegar að eldgos er möguleiki einhvers staðar nálægt þá er verið að tala mikið um rýmingar.“ Allskonar tilfinningar í gangi Þannig hafi börnin æft það hvernig þau fara út úr skólanum ef rýma þarf hann hratt. Eysteinn Þór segir fólk á svæðinu upplifa margar tilfinningar þessa dagana. „Það eru náttúrulega allskonar tilfinningar í gangi. Þetta er stórt samfélag en bæði starfsfólk og nemendur hafa tekið þessu af mikilli ró eða yfirvegun.“ Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur segir rykið hafa verið dustað af viðbragðs- og rýmingaráætlunum undanfarið. Vísir/Sigurjón Börnin sjálf virðast vera nokkuð róleg yfir því sem er í gangi. „Ég er ekkert að stressa mig á svona,“ segir Eysteinn Rúnarsson sem er nemandi í 10. bekk skólans. Hann segir þó að ef það sé eitthvað sem hann hafi áhyggjur af þá sé það hitaveitan. Samnemendur hans taka í sama streng og segjast yfirleitt sofa jarðskjálftana af sér. Þau ræði þó málin sín á milli og sumir séu aðeins smeykir. „Innst inni þá líður manni eins og það sé sama rútínan aftur,“ segir Helgi Hróar Sigurðsson. Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur fóru sumir hverjir í jarðfræðitíma í dag þar sem þeir lærðu um flekaskil.Vísir/Sigurjón Eysteinn Þór segir alla gera sitt besta í skólanum til að láta börnunum líða vel. „Þeim finnst þetta svolítið fjarlægt að það sé eitthvað að fara að gerast í bakgarðinum okkar. Þau eru orðin svolítið vön þessum skjálftum. Þannig eitthvað stórt og mikið er ekki ofarlega í huga hjá þeim. Það er svolítið gott.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grunnskólar Krakkar Börn og uppeldi Slysavarnir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða hvort þörf sé á fleiri mælum við Þorbjörn Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu með lögreglu, almannavörnum og öðrum hagsmunaaðilum vegna stöðunnar við Svartsengi vegna mögulegs eldgoss. Engar stórar breytingar eru frá því í gær. 7. nóvember 2023 12:45 Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46 Upplýsum ferðamenn Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. 7. nóvember 2023 09:01 Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12 Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Óvissustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðastliðinn sólarhring þar sem mælst hafa um eitt þúsund skjálftar. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum þá sér í lagi þeir sem búa í Grindavík. Hátt í sex hundruð börn stunda nám í Grunnskóla Grindavíkur og þar starfa um tvö hundruð manns. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri þar segir ýmislegt hafa verið gert síðustu vikurnar til að undirbúa börnin vegna jarðhræringanna. „Við erum búin að vera núna með þetta óvissustig í held ég tvær vikur og þeim tíma höfum við dustað rykið af viðbragðsáætlunum. Ryklagið var nú ekkert þykkt. Þetta er búið að vera svona aðeins að stríða okkur í þrjú ár. Núna þegar að eldgos er möguleiki einhvers staðar nálægt þá er verið að tala mikið um rýmingar.“ Allskonar tilfinningar í gangi Þannig hafi börnin æft það hvernig þau fara út úr skólanum ef rýma þarf hann hratt. Eysteinn Þór segir fólk á svæðinu upplifa margar tilfinningar þessa dagana. „Það eru náttúrulega allskonar tilfinningar í gangi. Þetta er stórt samfélag en bæði starfsfólk og nemendur hafa tekið þessu af mikilli ró eða yfirvegun.“ Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur segir rykið hafa verið dustað af viðbragðs- og rýmingaráætlunum undanfarið. Vísir/Sigurjón Börnin sjálf virðast vera nokkuð róleg yfir því sem er í gangi. „Ég er ekkert að stressa mig á svona,“ segir Eysteinn Rúnarsson sem er nemandi í 10. bekk skólans. Hann segir þó að ef það sé eitthvað sem hann hafi áhyggjur af þá sé það hitaveitan. Samnemendur hans taka í sama streng og segjast yfirleitt sofa jarðskjálftana af sér. Þau ræði þó málin sín á milli og sumir séu aðeins smeykir. „Innst inni þá líður manni eins og það sé sama rútínan aftur,“ segir Helgi Hróar Sigurðsson. Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur fóru sumir hverjir í jarðfræðitíma í dag þar sem þeir lærðu um flekaskil.Vísir/Sigurjón Eysteinn Þór segir alla gera sitt besta í skólanum til að láta börnunum líða vel. „Þeim finnst þetta svolítið fjarlægt að það sé eitthvað að fara að gerast í bakgarðinum okkar. Þau eru orðin svolítið vön þessum skjálftum. Þannig eitthvað stórt og mikið er ekki ofarlega í huga hjá þeim. Það er svolítið gott.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grunnskólar Krakkar Börn og uppeldi Slysavarnir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða hvort þörf sé á fleiri mælum við Þorbjörn Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu með lögreglu, almannavörnum og öðrum hagsmunaaðilum vegna stöðunnar við Svartsengi vegna mögulegs eldgoss. Engar stórar breytingar eru frá því í gær. 7. nóvember 2023 12:45 Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46 Upplýsum ferðamenn Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. 7. nóvember 2023 09:01 Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12 Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Skoða hvort þörf sé á fleiri mælum við Þorbjörn Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu með lögreglu, almannavörnum og öðrum hagsmunaaðilum vegna stöðunnar við Svartsengi vegna mögulegs eldgoss. Engar stórar breytingar eru frá því í gær. 7. nóvember 2023 12:45
Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. 6. nóvember 2023 20:46
Upplýsum ferðamenn Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. 7. nóvember 2023 09:01
Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 6. nóvember 2023 18:12
Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01