Gekk berserksgang á Litla-Hrauni: Grunaður um að hóta lífláti og öðru ógeðslegra Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2023 15:19 Flest brot mannsins áttu sér stað á Litla hrauni. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna hann sat inni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður í tuttugu ákæruliðum fyrir ýmis brot, líkt og hótanir og ofbeldi í garð opinberra starfsmanna, brot í nánu sambandi, og eignaspjöll. Meirihluti meintra brota mannsins eiga að hafa átt sér stað í fangelsi árið 2021, en samkvæmt heimildum Vísis voru þau flest á Litla-Hrauni. Fyrstu sex ákæruliðir málsins varða hótanir í garð fangavarða á tímabilinu mars til nóvember 2021. Í fyrsta töluliðnum er manninum gefið að sök að hóta tveimur fangavörðum að „hella hlandi yfir þá og troða skít upp í þá og alla aðra fangaverði.“ Útbjó stunguvopn sjálfur Síðan hafi hann hótað tveimur fangavörðum að stinga þá og berja með stunguvopnum sem hann hafði í fórum sínum. Fram kemur að vopnin hafði maðurinn sjálfur útbúið, úr járni af brotnum vaski í fangaklefa. Í öðrum ákærulið segir að maðurinn hafi slegið fangavörð í gagnauga með krepptum hnefa, og hrækt á tvo aðra fangaverði. Fram kemur að hrákinn hafi endað á auga annars þeirra og á kinn hins. Í ákæru segir að þegar fangaverðir hafi opnað hlera að hurð fangaklefa mannsins, hafi hann staðið fyrir utan hurðina með glas með glærum vökva í.Vísir/Vilhelm Síðasti ákæruliðurinn af þessum sex varðar hótanir mannsins í garð nokkurra fangavarða. Hann hafi sagt þeim að hann ætlaði að skíta í bolla og maka því framan í fangaverði og kasta þvagi í þá. Þá segir að þegar tveir varðanna hafi kíkt í gengum lúgu á fangaklefa mannsins hafi hann staðið við hurðina með pappaglas sem innihélt glærkenndan vökva. Ekki er greint frá því hvers konar vökva var um að ræða. Einn fangavörðurinn krefst rúmrar milljónar í skaðabætur. Ítrekaðar hótanir til nákominnar konu Næstu sjö ákæruliðir varða brot í nánu sambandi. Manninum er gefið að sök að hafa frá því í apríl 2021 þangað til í nóvember sama ár hótað sama einstaklingum í nokkur skipti. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig maðurinn tengist einstaklingum, en hægt er að lesa úr ákærunni að um konu er að ræða. Hótanirnar vörðuðu líflát og ofbeldi. Með þeim á maðurinn að hafa ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar. Hún krefst 1,5 milljóna í miskabætur frá manninum. Braut og bramlaði Síðan er maðurinn ákærður fyrir fjögur brot, er varða eignaspjöll í fangelsinu. Einn ákæruliðurinn í þeim efnum er ansi umfangsmikill, en þar er meintum berserksgangi mannsins lýst. Honum er gefið að sök að hafa með pottum og pönnum slegið í ýmsa muni og tæki í eldhúsi fangelsisins. Til að mynda hafi örbylgjuofn fallið til jarðar og skúffur og skápahurðir brotnað. Þá hafi hann slegið með potti í öryggismyndavél sem losnaði og féll í gólfið. Síðan hafi hann brotið tvo skúringakústa og stappað á örbylgjuofni. Flest brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað á Litla-hrauniVísir/Vilhelm Maðurinn er einnig ákærður fyrir að eyðileggja síma fangelsisins í fjórgang, brotið vask, DVD-spilara, og rispað DVD-diska. Þá er honum gefið að sök að hafa brotið blöndunartæki þannig að töluvert lak út á gólf. Einnig hafi hann eyðilagt neyðarútgangsljós í fangelsinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessari viku, en héraðssaksóknari sækir málið. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46 Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Meirihluti meintra brota mannsins eiga að hafa átt sér stað í fangelsi árið 2021, en samkvæmt heimildum Vísis voru þau flest á Litla-Hrauni. Fyrstu sex ákæruliðir málsins varða hótanir í garð fangavarða á tímabilinu mars til nóvember 2021. Í fyrsta töluliðnum er manninum gefið að sök að hóta tveimur fangavörðum að „hella hlandi yfir þá og troða skít upp í þá og alla aðra fangaverði.“ Útbjó stunguvopn sjálfur Síðan hafi hann hótað tveimur fangavörðum að stinga þá og berja með stunguvopnum sem hann hafði í fórum sínum. Fram kemur að vopnin hafði maðurinn sjálfur útbúið, úr járni af brotnum vaski í fangaklefa. Í öðrum ákærulið segir að maðurinn hafi slegið fangavörð í gagnauga með krepptum hnefa, og hrækt á tvo aðra fangaverði. Fram kemur að hrákinn hafi endað á auga annars þeirra og á kinn hins. Í ákæru segir að þegar fangaverðir hafi opnað hlera að hurð fangaklefa mannsins, hafi hann staðið fyrir utan hurðina með glas með glærum vökva í.Vísir/Vilhelm Síðasti ákæruliðurinn af þessum sex varðar hótanir mannsins í garð nokkurra fangavarða. Hann hafi sagt þeim að hann ætlaði að skíta í bolla og maka því framan í fangaverði og kasta þvagi í þá. Þá segir að þegar tveir varðanna hafi kíkt í gengum lúgu á fangaklefa mannsins hafi hann staðið við hurðina með pappaglas sem innihélt glærkenndan vökva. Ekki er greint frá því hvers konar vökva var um að ræða. Einn fangavörðurinn krefst rúmrar milljónar í skaðabætur. Ítrekaðar hótanir til nákominnar konu Næstu sjö ákæruliðir varða brot í nánu sambandi. Manninum er gefið að sök að hafa frá því í apríl 2021 þangað til í nóvember sama ár hótað sama einstaklingum í nokkur skipti. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig maðurinn tengist einstaklingum, en hægt er að lesa úr ákærunni að um konu er að ræða. Hótanirnar vörðuðu líflát og ofbeldi. Með þeim á maðurinn að hafa ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar. Hún krefst 1,5 milljóna í miskabætur frá manninum. Braut og bramlaði Síðan er maðurinn ákærður fyrir fjögur brot, er varða eignaspjöll í fangelsinu. Einn ákæruliðurinn í þeim efnum er ansi umfangsmikill, en þar er meintum berserksgangi mannsins lýst. Honum er gefið að sök að hafa með pottum og pönnum slegið í ýmsa muni og tæki í eldhúsi fangelsisins. Til að mynda hafi örbylgjuofn fallið til jarðar og skúffur og skápahurðir brotnað. Þá hafi hann slegið með potti í öryggismyndavél sem losnaði og féll í gólfið. Síðan hafi hann brotið tvo skúringakústa og stappað á örbylgjuofni. Flest brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað á Litla-hrauniVísir/Vilhelm Maðurinn er einnig ákærður fyrir að eyðileggja síma fangelsisins í fjórgang, brotið vask, DVD-spilara, og rispað DVD-diska. Þá er honum gefið að sök að hafa brotið blöndunartæki þannig að töluvert lak út á gólf. Einnig hafi hann eyðilagt neyðarútgangsljós í fangelsinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessari viku, en héraðssaksóknari sækir málið. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46 Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00
Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46
Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14