Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 08:41 Árásin var framin við frisbýgolfvöll. Þessi frisbýgolfari tengist henni ekki. Getty/Fug4s Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira