Stórefnilegur 10 ára pílukastari í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:41 Þorbjörn Óðinn Arnarsson, 10 ára pílukastari á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi með bikar og verðlaunapening fyrir pílumót, sem hann hefur unnið á síðustu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu ára strákur í Grímsnes-og Grafningshreppi hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í pílukasti en hann hefur verið að keppa á sterkum mótum með fullorðnum og unnið andstæðinga sína með glæsibrag. Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira