Bjarni er nú meiri karlinn Símon Vestarr skrifar 6. nóvember 2023 07:01 Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum. Ókei, atriðum í þessari sögu var breytt til að vernda hina saklausu. En þar sem sagan snýst ekki um hina saklausu ætti ég alveg að geta vísað í raunverulegu söguna. Bjössi heitir Bjarni og KFC er ríkisstjórn hans með Framsókn og VG. Afgreiðslan er fjármálaráðuneytið og peningakassinn er söluferli Íslandsbanka. Djúpsteikingarpotturinn er utanríkisráðuneytið og það sem Bjarni sagði í Osló er dauða rottan. Við Íslendingar átum rottuna. Við Íslendingar étum alltaf rottuna. Bjarni er nú meiri karlinn. Sagði við forviða norskan blaðamann að sprengjuárás á flóttamannabúðir væri ekki árás. Að vísu hryllilegur og ólöglegur atburður en ekki árás. Að þessa sprengju(blessun?) bæri ekki að taka úr því samhengi að Ísrael væri að svara fyrir árás hryðjuverkamanna þann sjöunda október. Því, sjáið til, sjöundi október var fyrsti ofbeldisatburðurinn sem átti sér stað í landinu helga. Landstuldur, hernám og aðskilnaðarstefna gerðust aldrei. Hið eina sem Ísrael lét þar áður rigna yfir fangana (afsakið, íbúana) á Gaza-svæðinu voru fjólublöð og fagrar óskir. Já, hann er nú meiri karlinn, hann Bjarni. Hafið þið heyrt söguna af því þegar norskir landnemar fóru að koma til Íslands upp úr aldamótunum 1900? Af stuðningsyfirlýsingu Danakonungs árið 1917 við stofnun norsku landnemanna á Nýja-Noregi árið 1948 á eyjunni sem konungur forfeðra þeirra hafði öðlast yfirráð yfir árið 1262? Munið þið eftir stríðinu þar sem Norðmenn lögðu undir sig enn meir en Danir höfðu ætlað þeim? Eða stríðinu árið 1967 þar sem Íslendingar voru allir reknir út á Vestfjarðakjálkann? Hvað með söguna af því þegar Norðmenn rúlluðu gráir fyrir járnum inn á Ísafjörð og skutu á börn sem rispuðu lakkið á skriðdrekunum þeirra með grjóti? Hvað sögðu þeir aftur? Já, alveg rétt: „Norðmenn eiga rétt á að verja sig.“ Færeyskur atvinnumaður í fótbolta setti tíst á netið um að íslenska þjóðin ætti að vera frjáls, frá Hvalbak til Bjargtanga, og var gerður brottrækur úr liðinu sínu. Í hvert sinn sem árás kostaði norsk líf var hún kölluð hryðjuverk. Á meðan voru Íslendingar stráfelldir og kúgaðir áratugum saman og útkoman kölluð varnaraðgerðir. Nei, ég hef ekki heyrt þessa sögu heldur, af því að hún gerðist aldrei. Þ.e.a.s. aldrei á Íslandi. Ef hún hefði gerst á Íslandi er ég nokkuð viss um að við tækjum því ekki liggjandi að láta fara svoleiðis með okkur. Sannleikskornið í málflutningi þeirra sem bera blak af Ísrael er það að ekkert afsakar árásir á óbreytta borgara eins og þá sem átti sér stað 7. október. En hið sama á við um árásina (afsakið, knúsið) sem Ísrael gerði á flóttamannabúðirnar. Og öll hin skiptin. Ég get ekki gert upp við mig hvort mér þyki verra að auðmannssonur með risahendur og egó í stíl stýri fjármálum heimalands míns og haldi þannig um opið á pyngjunni sem fjármagnar velferðarkerfi okkar eða stýri utanríkismálunum og sé í aðstöðu til að láta út úr sér svona viðurstyggilega Trympsku í okkar nafni á alþjóðavettvangi um að árás sé ekki árás. Eltum röksemdafærslu hans allt til enda – árás á almenning í Palestínu er ekki árás. En árás á vopnlausa borgara í Ísrael er ekki einasta árás heldur hryðjuverk. Af því að Ísraelar eru fólk. Er þetta rétt skilið hjá mér, Bjarni? Þú ert nú meiri karlinn. Eigum við hin kannski að fara að hætta að éta rotturnar hans? Höfundur er tónlistarmaður og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Símon Vestarr Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum. Ókei, atriðum í þessari sögu var breytt til að vernda hina saklausu. En þar sem sagan snýst ekki um hina saklausu ætti ég alveg að geta vísað í raunverulegu söguna. Bjössi heitir Bjarni og KFC er ríkisstjórn hans með Framsókn og VG. Afgreiðslan er fjármálaráðuneytið og peningakassinn er söluferli Íslandsbanka. Djúpsteikingarpotturinn er utanríkisráðuneytið og það sem Bjarni sagði í Osló er dauða rottan. Við Íslendingar átum rottuna. Við Íslendingar étum alltaf rottuna. Bjarni er nú meiri karlinn. Sagði við forviða norskan blaðamann að sprengjuárás á flóttamannabúðir væri ekki árás. Að vísu hryllilegur og ólöglegur atburður en ekki árás. Að þessa sprengju(blessun?) bæri ekki að taka úr því samhengi að Ísrael væri að svara fyrir árás hryðjuverkamanna þann sjöunda október. Því, sjáið til, sjöundi október var fyrsti ofbeldisatburðurinn sem átti sér stað í landinu helga. Landstuldur, hernám og aðskilnaðarstefna gerðust aldrei. Hið eina sem Ísrael lét þar áður rigna yfir fangana (afsakið, íbúana) á Gaza-svæðinu voru fjólublöð og fagrar óskir. Já, hann er nú meiri karlinn, hann Bjarni. Hafið þið heyrt söguna af því þegar norskir landnemar fóru að koma til Íslands upp úr aldamótunum 1900? Af stuðningsyfirlýsingu Danakonungs árið 1917 við stofnun norsku landnemanna á Nýja-Noregi árið 1948 á eyjunni sem konungur forfeðra þeirra hafði öðlast yfirráð yfir árið 1262? Munið þið eftir stríðinu þar sem Norðmenn lögðu undir sig enn meir en Danir höfðu ætlað þeim? Eða stríðinu árið 1967 þar sem Íslendingar voru allir reknir út á Vestfjarðakjálkann? Hvað með söguna af því þegar Norðmenn rúlluðu gráir fyrir járnum inn á Ísafjörð og skutu á börn sem rispuðu lakkið á skriðdrekunum þeirra með grjóti? Hvað sögðu þeir aftur? Já, alveg rétt: „Norðmenn eiga rétt á að verja sig.“ Færeyskur atvinnumaður í fótbolta setti tíst á netið um að íslenska þjóðin ætti að vera frjáls, frá Hvalbak til Bjargtanga, og var gerður brottrækur úr liðinu sínu. Í hvert sinn sem árás kostaði norsk líf var hún kölluð hryðjuverk. Á meðan voru Íslendingar stráfelldir og kúgaðir áratugum saman og útkoman kölluð varnaraðgerðir. Nei, ég hef ekki heyrt þessa sögu heldur, af því að hún gerðist aldrei. Þ.e.a.s. aldrei á Íslandi. Ef hún hefði gerst á Íslandi er ég nokkuð viss um að við tækjum því ekki liggjandi að láta fara svoleiðis með okkur. Sannleikskornið í málflutningi þeirra sem bera blak af Ísrael er það að ekkert afsakar árásir á óbreytta borgara eins og þá sem átti sér stað 7. október. En hið sama á við um árásina (afsakið, knúsið) sem Ísrael gerði á flóttamannabúðirnar. Og öll hin skiptin. Ég get ekki gert upp við mig hvort mér þyki verra að auðmannssonur með risahendur og egó í stíl stýri fjármálum heimalands míns og haldi þannig um opið á pyngjunni sem fjármagnar velferðarkerfi okkar eða stýri utanríkismálunum og sé í aðstöðu til að láta út úr sér svona viðurstyggilega Trympsku í okkar nafni á alþjóðavettvangi um að árás sé ekki árás. Eltum röksemdafærslu hans allt til enda – árás á almenning í Palestínu er ekki árás. En árás á vopnlausa borgara í Ísrael er ekki einasta árás heldur hryðjuverk. Af því að Ísraelar eru fólk. Er þetta rétt skilið hjá mér, Bjarni? Þú ert nú meiri karlinn. Eigum við hin kannski að fara að hætta að éta rotturnar hans? Höfundur er tónlistarmaður og þýðandi.
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00
„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun