Vatnshellir á Snæfellsnesi nýtur mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 20:30 Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri Vatnshellisins á Snæfellsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Snæfellsnesi. Hellirinn er aðgengilegur með hringstigum en þá er farið um 35 metra niður fyrir yfirborð jarðar og um 200 metra inn í hellinn með vasaljósum. Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór eiga heiðurinn af starfseminni og hellaferðunum. „Þetta er hraunrása hellir, sem að varð til hér fyrir átta þúsund árum, gaus hér í eldfjalli, sem er hér á bak við og heitir Purkhóll. Hann er um 200 metra langur og við förum svona 35 metra undir yfirborðið í þessari ferð, sem við erum að fara og það er eiginlega skoðaður allur hellirinn í þeirri ferð. Það er frekar hátt til loft myndi ég segja miðað við aðra hella en kannski ekkert rosalega langur þannig séð,” segir Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri hellisins. Ægir segir að ferðirnar í hellinn hafi alveg slegið í gegn. „Já, það má alveg segja það. Við erum búin að vera hérna núna í 10 ár og þetta hefur bara gengið vel. Það eru auðvitað eins og á flestum ferðamannastöðum þá eru þetta langmest erlendir ferðamenn en þetta hafa verið svona tíu prósent Íslendingar í gegnum tíðina hjá okkur. Þetta eru svona um 16 ferðir á dag þegar mest er að gera, sem við erum að fara. Það er á hálftíma fresti alveg frá 10:00 til 17:30,” segir Ægir. Ferðamenn eru mjög ánægðir með þá upplifun, sem fylgir því að fara í hellinn.Aðsend En hver er upplifun ferðamanna, sem hafa skoðað hellinn? „Bara mjög góð myndi ég segja. Við höfum bara verið mjög ánægð með viðtökurnar og fólk virðist bara fíla þetta mjög vel að komast svona inn í hraunrásahelli.” Heimasíða fyrirtækisins Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Snæfellsnesi. Hellirinn er aðgengilegur með hringstigum en þá er farið um 35 metra niður fyrir yfirborð jarðar og um 200 metra inn í hellinn með vasaljósum. Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór eiga heiðurinn af starfseminni og hellaferðunum. „Þetta er hraunrása hellir, sem að varð til hér fyrir átta þúsund árum, gaus hér í eldfjalli, sem er hér á bak við og heitir Purkhóll. Hann er um 200 metra langur og við förum svona 35 metra undir yfirborðið í þessari ferð, sem við erum að fara og það er eiginlega skoðaður allur hellirinn í þeirri ferð. Það er frekar hátt til loft myndi ég segja miðað við aðra hella en kannski ekkert rosalega langur þannig séð,” segir Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri hellisins. Ægir segir að ferðirnar í hellinn hafi alveg slegið í gegn. „Já, það má alveg segja það. Við erum búin að vera hérna núna í 10 ár og þetta hefur bara gengið vel. Það eru auðvitað eins og á flestum ferðamannastöðum þá eru þetta langmest erlendir ferðamenn en þetta hafa verið svona tíu prósent Íslendingar í gegnum tíðina hjá okkur. Þetta eru svona um 16 ferðir á dag þegar mest er að gera, sem við erum að fara. Það er á hálftíma fresti alveg frá 10:00 til 17:30,” segir Ægir. Ferðamenn eru mjög ánægðir með þá upplifun, sem fylgir því að fara í hellinn.Aðsend En hver er upplifun ferðamanna, sem hafa skoðað hellinn? „Bara mjög góð myndi ég segja. Við höfum bara verið mjög ánægð með viðtökurnar og fólk virðist bara fíla þetta mjög vel að komast svona inn í hraunrásahelli.” Heimasíða fyrirtækisins
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira