Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:49 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum. Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum.
Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun