Var að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti: „Þurfum við að flýja?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 07:00 DeAndre Kane, nýr leikmaður Grindavíkur, segist hafa verið að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti. VÍSIR / ANTON BRINK Jörð skelfur í Grindavík og eru íþróttirnar og leikmenn körfuboltaliðs félagsins ekki þeim undanskyldir. Mönnum gekk misvel að sofa í nótt. Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn