Íslenska bútasaumsfélagið – þrjú hundruð konur og einn karl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2023 20:31 Fjórar af konunum, sem eiga heiðurinn af sýningunni og uppsetningu hennar. Frá vinstri. Margrét Óskarsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Kristín Erlendsdóttir og Selma Gísladóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu bútasaumskonur og einn karlmaður opnuðu sýningu á verkum sínum í dag í Hafnarfirði þar sem sjá má fjölbreytt úrval af allskonar bútasaumi. Ellefu ára stelpa sýnir líka verk sín. Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins Hafnarfjörður Handverk Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Sjá meira
Það er í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sem sýningin fer fram um helgina. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og falleg, allskonar bútasaumur, stór og lítil verk. Þar er til dæmis eitt teppi með 50 húsum en ekkert þeirra er eins. Þá er mjög falleg sjálfsmynd af bútasaumskonu, sem gerði mynd af sjálfri sér. Um er að ræða jólasýningu Íslenska bútasaumfélagsins þar sem um 300 konur af öllu landinu eru félagsmenn og einn karlmaður að auki. „Ég er nú búin að vera að sauma í 65 ár. Það er allt og ekkert skemmtilegt við þetta, það er þó fljótara að nefna það sem er leiðinlegt,” segir Pétur Guðmundsson og hlær, stoltur og ánægður með að vera í félaginu. Pétur Guðmundsson, sem er eini karlmaðurinn í Íslenska bútasaumsfélaginu og leiðist það ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði hefðbundinn bútasaumur á sýningunni og einnig verk, sem konur hanna algjörlega frá grunni sjálfar,” segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sem er í sýningarnefnd félagsins. Og Sigrún segir ótrúlega mikinn bútasaumsáhuga í gangi. „Já, það eru hópar víðar um land, sem koma saman og sauma saman og þetta er mjög róandi og gefandi og þetta er mikil hugarleikfimi því það þarf alltaf að standast á svo það er mjög gott að halda áfram fram í rauðan dauðann að sauma,” segir Sigrún. En hvað er skemmtilegast við bútasaum að mati Sigrúnar? „Það er félagsskapurinn, að kynnast þessu frábæra fólki og bara þessi list. Þeir, sem þurfa að tjá sína list og þeir, sem vilja fá rónna, sem fylgir því að skapa eitthvað og búa til í höndunum eru í bútasaumi.” Sýningin er opin 12:00-17:00 um helgina, laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka eru á sýningunni og einhver verk eru til sölu. Aðgangur er ókeypis. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og jólapúði er á sýningunni eftir 11 ára stelpu, sem er mjög fallegur. „Já, hún fær að fara í kistuna hjá ömmu sinni og saumaði púðann þegar hún var í heimsókn hjá ömmu. Púðinn er glæsilegur hjá henni en hún er með tvo púða hér á sýningunni,” segir Sigrún um leið og hún hvetur alla áhugasama að koma á sýninguna í Hafnarfirði um helgina. Aðgangur er ókeypis. Facebooksíða félagsins
Hafnarfjörður Handverk Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Sjá meira