Tilgangur tilgangslausra athafna Pétur Henry Petersen skrifar 3. nóvember 2023 10:31 Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Upplýsingatækni Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar