Íslensk stjórnvöld auka fjárframlög og kalla eftir mannúðarhléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 10:22 Eldur logar og reykur stígur til himins eftir árás Ísraelshers á Tal Al Hawa í Gasaborg. epa/Mohammed Saber Íslensk stjórnvöld hyggjast tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gasa. Frá þessu var greint við neyðarumræðu um átökin á svæðinu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þar sem fulltrúi Íslands kallaði eftir tafarlausu hléi. „Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara.“ Eins og kunnugt er sat Ísland hjá á dögunum þegar 120 ríki samþykktu ályktun um tafarlaust og langvarandi vopnahlé milli Ísraela og Hamas. Fjörtíu og fimm þjóðir sátu hjá en fjórtán greiddu atkvæði á móti tillögunni. Ástæður hjásetu margra ríkja var að árásir Hamas á Ísraelsmenn 7. október skyldu ekki vera fordæmdar nógu harðlega né minnst á þá fanga sem liðar samtakanna hefðu tekið og hafa enn í haldi. Í ræðu fulltrúa Íslands á allsherjarþinginu sagði að vegna þess óásættanlega mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á tafarlausu mannúðarhléi, óheftu mannúðaraðgegni- og aðstoð á Gasa. „Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka. Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. 70 milljónir króna verða lagðar til sem viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir heildarframlag upp á 140 milljónir frá því að átökin brutust út. Hér má finna ræðu fulltrúa Íslands á þinginu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira