Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að Kristján hafi yfir áratugs reynslu af störfum á fjármálamörkuðum og á eftirlitsstarfsemi fjármálafyrirtækja og hefur jafnframt sinnt lögmannsstörfum. Þá er hann fyrrverandi leikmaður knattspyrnufélagsins Fylkis og á að baki yfir tvö hundruð leiki.
Kristján sat í um fjögur ár í framkvæmdastjórn Borgunar hf. sem regluvörður, hefur starfað sem sérfræðingur í regluvörslu hjá Íslandsbanka og Rapyd og sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, meðal annars við vettvangs- og verðbréfaeftirlit. Þar áður var Kristján lögmaður á Íslensku Lögfræðistofunni og í lögfræðideild hjá Landsbanka Íslands í slitameðferð (LBI).
Kristján hefur verið héraðsdómslögmaður frá árinu 2011 og lauk M.L. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík á árinu 2010 og áður B.A. gráðu frá sama skóla. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.