Nýr kafli hefst formlega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson snýr í kvöld aftur í Laugardalshöll með íslenska landsliðinu í handbolta en nú í allt öðru hlutverki sem landsliðsþjálfari. Það er í kvöld sem íslenska landsliðið hefur formlega vegferð sína undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara er Færeyingar mæta í heimsókn. Snorri er ánægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik. Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira