„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2023 15:54 Ísraelski herinn vinnur að því að klúfa Gasaströndina í tvennt. Íbúar norðurhluta strandarinnar hafa verið beðnir um að flýja til suðurs. AP/IDF Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað göng til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Einn viðmælandi Reuters sem býr í Gasa-borg sagði blaðamanni fréttaveitunnar að ísraelskir hermenn hefðu ekkert sótt fram frá því í gær og það væri vegna stífari mótspyrnu en þeir áttu von á. Hermenn hafa líka sagt að jarðsprengjur og gildrur hafi hægt á þeim. Nokkur myndbönd sem Hamas-liðar hafa birt á síðustu dögum má sjá hér að neðan. Þau sýna hvernig skæruhernaður þeirra fer fram. Það hefur þó ekki stöðvað Ísraela. Þeir hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt eftir að innrás þeirra hófst um síðustu helgi eftir linnulausar loftárásir í þrjár vikur. „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar,“ sagði einn talsmanna hersins í dag, samkvæmt frétt Reuters. Myndbönd frá ísraelska hernum gefa í skyn að Ísraelar aki bryn- og skriðdrekum sínum í farveg jarðýtna og sleppi þannig við jarðsprengjur. Þeir eru einnig sagðir hafa keyrt í gegnum hús og yfir rústir húsa í stað þess að nota vegi. Hér að neðan má sjá myndband frá ísraelska hernum sem birt var í gær. Það sýnir meðal annars áhafnir skriðdreka skjóta á trjálínu og sækja fram eftir ruddum leiðum. , , >> pic.twitter.com/HuRVONPhT2— (@idfonline) November 1, 2023 Tala látinn hækkar og hækkar Árásir Ísraela hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir minnst níu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar á meðal ku vera rúmlega 3.700 börn. Þetta er í fimmta sinn sem stríð geisar á Gasaströndinni milli Hamas og Ísraela en það er það mannskæðasta. Stríðið hófst eftir að vígamenn Hamas réðust inn í suðurhluta Ísraels og bönuðu minnst 1.400 manns og þar af lang flestir óbreyttir borgarar. Um 240 gíslar voru einnig teknir til Gasastrandarinnar. Leitað að fólki í rústum húss eftir loftárás ÍsraelaAP/Hassan Eslaiah Um 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, sem er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins. Meira en helmingur íbúa er sagður á vergangi vegna árása Ísraela. Hér að neðan má sjá annað myndband sem ísraelski herinn birti í dag. Því fylgdi texti um að til átaka hefði komið við vígamenn í nótt, og að skotbardagar hefðu staðið yfir í töluverðan tíma. " " , . , , >> pic.twitter.com/TSUhXr9fTf— (@idfonline) November 2, 2023 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallaði eftir svokölluðu „mannúðarhlé“ á árásum Ísraela svo hægt sé koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Aðrir þjóðarleiðtogar hafa tekið undir það. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Sjá einnig: Biden segir þörf á hléi Vonast er til þess að hægt væri að flytja inn nauðsynjar til borgara og gera þeim kleift að flýja undan átökum. Talið er að hundruðir þúsunda manna haldi enn til í Gasa-borg og nærliggjandi bæjum og byggðum. Særð stúlka á sjúkrahúsi á Gasaströndinni.AP/Hatem Moussa Ísraelar hafa leyft takmarkaða birgðaflutninga inn á Gasaströndina en þvertaka fyrir að leyfa flutinga eldsneytis inn á svæðið og segja að Hamas-liðar myndu ræna því. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru sjúkrahús að verða óstarfhæf vegna skorts á eldsneyti fyrir ljósavélar þeirra. Á einu þeirra, þar sem hlúð hefur verið að þeim sem særðust í árásunum á Jabalia-flóttamannabúðirnar í gær, hafa starfsmenn þurft að slökkva á flestöllum ljósum og kælum í líkhússi sjúkrahússins. Ísraelskir hermenn á Gasaströndinni.AP/IDF Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. 1. nóvember 2023 10:07 Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. 1. nóvember 2023 06:53 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06 „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað göng til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Einn viðmælandi Reuters sem býr í Gasa-borg sagði blaðamanni fréttaveitunnar að ísraelskir hermenn hefðu ekkert sótt fram frá því í gær og það væri vegna stífari mótspyrnu en þeir áttu von á. Hermenn hafa líka sagt að jarðsprengjur og gildrur hafi hægt á þeim. Nokkur myndbönd sem Hamas-liðar hafa birt á síðustu dögum má sjá hér að neðan. Þau sýna hvernig skæruhernaður þeirra fer fram. Það hefur þó ekki stöðvað Ísraela. Þeir hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt eftir að innrás þeirra hófst um síðustu helgi eftir linnulausar loftárásir í þrjár vikur. „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar,“ sagði einn talsmanna hersins í dag, samkvæmt frétt Reuters. Myndbönd frá ísraelska hernum gefa í skyn að Ísraelar aki bryn- og skriðdrekum sínum í farveg jarðýtna og sleppi þannig við jarðsprengjur. Þeir eru einnig sagðir hafa keyrt í gegnum hús og yfir rústir húsa í stað þess að nota vegi. Hér að neðan má sjá myndband frá ísraelska hernum sem birt var í gær. Það sýnir meðal annars áhafnir skriðdreka skjóta á trjálínu og sækja fram eftir ruddum leiðum. , , >> pic.twitter.com/HuRVONPhT2— (@idfonline) November 1, 2023 Tala látinn hækkar og hækkar Árásir Ísraela hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir minnst níu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar á meðal ku vera rúmlega 3.700 börn. Þetta er í fimmta sinn sem stríð geisar á Gasaströndinni milli Hamas og Ísraela en það er það mannskæðasta. Stríðið hófst eftir að vígamenn Hamas réðust inn í suðurhluta Ísraels og bönuðu minnst 1.400 manns og þar af lang flestir óbreyttir borgarar. Um 240 gíslar voru einnig teknir til Gasastrandarinnar. Leitað að fólki í rústum húss eftir loftárás ÍsraelaAP/Hassan Eslaiah Um 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, sem er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins. Meira en helmingur íbúa er sagður á vergangi vegna árása Ísraela. Hér að neðan má sjá annað myndband sem ísraelski herinn birti í dag. Því fylgdi texti um að til átaka hefði komið við vígamenn í nótt, og að skotbardagar hefðu staðið yfir í töluverðan tíma. " " , . , , >> pic.twitter.com/TSUhXr9fTf— (@idfonline) November 2, 2023 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallaði eftir svokölluðu „mannúðarhlé“ á árásum Ísraela svo hægt sé koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Aðrir þjóðarleiðtogar hafa tekið undir það. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Sjá einnig: Biden segir þörf á hléi Vonast er til þess að hægt væri að flytja inn nauðsynjar til borgara og gera þeim kleift að flýja undan átökum. Talið er að hundruðir þúsunda manna haldi enn til í Gasa-borg og nærliggjandi bæjum og byggðum. Særð stúlka á sjúkrahúsi á Gasaströndinni.AP/Hatem Moussa Ísraelar hafa leyft takmarkaða birgðaflutninga inn á Gasaströndina en þvertaka fyrir að leyfa flutinga eldsneytis inn á svæðið og segja að Hamas-liðar myndu ræna því. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru sjúkrahús að verða óstarfhæf vegna skorts á eldsneyti fyrir ljósavélar þeirra. Á einu þeirra, þar sem hlúð hefur verið að þeim sem særðust í árásunum á Jabalia-flóttamannabúðirnar í gær, hafa starfsmenn þurft að slökkva á flestöllum ljósum og kælum í líkhússi sjúkrahússins. Ísraelskir hermenn á Gasaströndinni.AP/IDF
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. 1. nóvember 2023 10:07 Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. 1. nóvember 2023 06:53 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06 „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00
Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. 1. nóvember 2023 10:07
Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. 1. nóvember 2023 06:53
Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06
„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05