Kona dæmd til að selja íbúðina vegna umgangs úr undirheimum Jón Þór Stefánsson skrifar 31. október 2023 17:06 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konuna til að flytja úr íbúð sinni og selja hana. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur gert konu að flytja af heimili sínu og taka með sér allt sem henni tilheyrir og selja eignarhluti sína í umræddu húsi. Hún hefur einn mánuð til að flytja og þrjá mánuði til að selja íbúð sína, sem er samkvæmt heimildum Vísis á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða íbúð í fjölbýlishúsi, en meðlimir húsfélagsins fóru fram á að hún myndi flytja. Þeir lýstu í stefnu húsfélagsins að mikill hávaði hafi borist frá íbúð konunnar á öllum tímum. Í húsinu hafi farið fram fíkniefnasala. Þá hafi nágrannar kvartað yfir ógnandi framkomu samferðafólks konunnar og óþrifnaði sem þeir telji hana bera ábyrgð á í sameign hússins. Ekki eru mörg dæmi um það í íslenskri réttarsögu að fólk sé dæmt til að flytja. Fyrsti dómurinn þess efnis féll haustið 2004. Þá vakti mál frá árinu 2011 athygli þegar kona var dæmd til að selja íbúð sína á Hverfisgötu vegna óþrifnaðar. Andlát, grjótkast og hnífstunga Í dómi málsins eru reifuð fjörutíu tilfelli þar sem lögregla var kölluð til að húsinu. Í einni tilkynningu er greint frá því að stórum steini hafi verið kastað í gegnum rúðu á stofuglugga. Í annað skipti var lögreglu tilkynnt um að ráðist hafi verið á konuna og úlpu stolið. Einnig hafi verið tilkynnt til lögreglu þegar sonur konunnar hafi verið búinn að brjóta allt og bramla á stigagangi fyrir framan íbúð móður sinnar. Þá vörðuðu tvær tilkynningar andlát. Vitni báru einnig vitni fyrir dómi og greindi eitt þeirra frá rifrildum, sem það taldi tengjast konunni og gestum hennar, sem endaði með því að einstaklingur hafi verið stunginn með hníf. Þá sagði það jafnframt frá því þegar maður vopnaður járnröri réðst inn í íbúð konunnar með „tilheyrandi brothljóðum og öskrum“. Aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu vilja meina að konan hafi með grófum hætti brotið gegn lögbundnum skyldum um nýtingu og viðhald séreignar sinnar gagnvart öðrum eigendum í húsinu. Þau hafi reynt að fá hana til þess að láta af brotum sínum, en án árangurs. Þar af leiðandi hafi þau séð sig tilneydd til að víkja henni úr íbúð sinni. Það væri nauðsynlegt svo þau gætu nýtt stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að hagnýta eign sína með eðlilegum hætti. Of léttvægt til að vísa sér á dyr Konan bar það fyrir sig fyrir dómi að lítill hluti lögreglutilkynninganna hafi varðað hennar íbúð og hana sjálfa. Hún hélt því fram að af fjörutíu þeirra af einungis fjórtán atvik varðað hennar íbúð, af þeim hafi sex varðað hana sjálfa og þar af hafi hún í helmingi þeirra tilfella leitað sjálf til lögreglu. Atvikin þrjú sem eftir standa hafi tvö varðað einstakling sem var sofandi á sameigninni og var fylgt í íbúð konunnar. Í því þriðja fannst þýfi á heimili konunnar. Henni fannst umrædd atvik of léttvæg til að hægt væri að réttlæta að vísa henni af eigin heimili. Samþykktu að bera hana út Í dómnum kemur fram að tvisvar sinnum hafi verið boðað til húsfundar þar sem að kosið var um hvort bera ætti konuna út. Fyrst mættu tólf af 39 eigendum að fjölbýlishúsinu og samþykktu einróma að gera það. Og á seinni fundinum mættu fjórtán og samþykktu ákvörðunina. Dómurinn mat það svo að miðað við aðstæður hafi það verið rétt hjá nágrönnunum að ætlast til þess af konunni að hún myndi bæta ráð sitt varðandi umgengni sína og gesta sinna um húsnæðið. Hún hafi hins vegar ekki brugðist við. Niðurstaðan er sú að konan hafi brotið gróflega og ítrekað gegn húsfélaginu og öðrum íbúum hússins. Þar af leiðandi sé húsfélaginu heimilt að banna henni búsetu og dvöl í húsinu. Líkt og áður segir hefur konan einn mánuð, frá dómsuppsögu, til að flytja og taka allt sem henni tilheyrir úr íbúð sinni. Þá fær hún þrjá mánuði til að selja íbúðina. Jafnframt þarf konan að greiða húsfélaginu 1,3 milljónir í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Því var ranglega haldið fram að fyrsti dómur þar sem einstaklingi var gert að selja íbúð sína hafi fallið árið 2011. Það hefur nú verið leiðrétt. Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hún hefur einn mánuð til að flytja og þrjá mánuði til að selja íbúð sína, sem er samkvæmt heimildum Vísis á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða íbúð í fjölbýlishúsi, en meðlimir húsfélagsins fóru fram á að hún myndi flytja. Þeir lýstu í stefnu húsfélagsins að mikill hávaði hafi borist frá íbúð konunnar á öllum tímum. Í húsinu hafi farið fram fíkniefnasala. Þá hafi nágrannar kvartað yfir ógnandi framkomu samferðafólks konunnar og óþrifnaði sem þeir telji hana bera ábyrgð á í sameign hússins. Ekki eru mörg dæmi um það í íslenskri réttarsögu að fólk sé dæmt til að flytja. Fyrsti dómurinn þess efnis féll haustið 2004. Þá vakti mál frá árinu 2011 athygli þegar kona var dæmd til að selja íbúð sína á Hverfisgötu vegna óþrifnaðar. Andlát, grjótkast og hnífstunga Í dómi málsins eru reifuð fjörutíu tilfelli þar sem lögregla var kölluð til að húsinu. Í einni tilkynningu er greint frá því að stórum steini hafi verið kastað í gegnum rúðu á stofuglugga. Í annað skipti var lögreglu tilkynnt um að ráðist hafi verið á konuna og úlpu stolið. Einnig hafi verið tilkynnt til lögreglu þegar sonur konunnar hafi verið búinn að brjóta allt og bramla á stigagangi fyrir framan íbúð móður sinnar. Þá vörðuðu tvær tilkynningar andlát. Vitni báru einnig vitni fyrir dómi og greindi eitt þeirra frá rifrildum, sem það taldi tengjast konunni og gestum hennar, sem endaði með því að einstaklingur hafi verið stunginn með hníf. Þá sagði það jafnframt frá því þegar maður vopnaður járnröri réðst inn í íbúð konunnar með „tilheyrandi brothljóðum og öskrum“. Aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu vilja meina að konan hafi með grófum hætti brotið gegn lögbundnum skyldum um nýtingu og viðhald séreignar sinnar gagnvart öðrum eigendum í húsinu. Þau hafi reynt að fá hana til þess að láta af brotum sínum, en án árangurs. Þar af leiðandi hafi þau séð sig tilneydd til að víkja henni úr íbúð sinni. Það væri nauðsynlegt svo þau gætu nýtt stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að hagnýta eign sína með eðlilegum hætti. Of léttvægt til að vísa sér á dyr Konan bar það fyrir sig fyrir dómi að lítill hluti lögreglutilkynninganna hafi varðað hennar íbúð og hana sjálfa. Hún hélt því fram að af fjörutíu þeirra af einungis fjórtán atvik varðað hennar íbúð, af þeim hafi sex varðað hana sjálfa og þar af hafi hún í helmingi þeirra tilfella leitað sjálf til lögreglu. Atvikin þrjú sem eftir standa hafi tvö varðað einstakling sem var sofandi á sameigninni og var fylgt í íbúð konunnar. Í því þriðja fannst þýfi á heimili konunnar. Henni fannst umrædd atvik of léttvæg til að hægt væri að réttlæta að vísa henni af eigin heimili. Samþykktu að bera hana út Í dómnum kemur fram að tvisvar sinnum hafi verið boðað til húsfundar þar sem að kosið var um hvort bera ætti konuna út. Fyrst mættu tólf af 39 eigendum að fjölbýlishúsinu og samþykktu einróma að gera það. Og á seinni fundinum mættu fjórtán og samþykktu ákvörðunina. Dómurinn mat það svo að miðað við aðstæður hafi það verið rétt hjá nágrönnunum að ætlast til þess af konunni að hún myndi bæta ráð sitt varðandi umgengni sína og gesta sinna um húsnæðið. Hún hafi hins vegar ekki brugðist við. Niðurstaðan er sú að konan hafi brotið gróflega og ítrekað gegn húsfélaginu og öðrum íbúum hússins. Þar af leiðandi sé húsfélaginu heimilt að banna henni búsetu og dvöl í húsinu. Líkt og áður segir hefur konan einn mánuð, frá dómsuppsögu, til að flytja og taka allt sem henni tilheyrir úr íbúð sinni. Þá fær hún þrjá mánuði til að selja íbúðina. Jafnframt þarf konan að greiða húsfélaginu 1,3 milljónir í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Því var ranglega haldið fram að fyrsti dómur þar sem einstaklingi var gert að selja íbúð sína hafi fallið árið 2011. Það hefur nú verið leiðrétt.
Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira