Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íþróttadeild Vísis skrifar 31. október 2023 21:16 Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna 2023. VÍSIR / PAWEL Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15