12 milljarðar = fæðuöryggi tryggt Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 31. október 2023 10:30 Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Það þarf að stokka spilin í því umhverfi sem samfélagið bý landbúnaði á Íslandi. Það vantar ekki hyggjuvit í bændastétt, útsjónarsemi eða dugnað. Það sem vantar er að við horfumst í augu við aðstæður og þær staðreyndir sem nú eru komin upp á yfirborðið. Lengi hefur verið sagt að íslenskur landbúnaður búi við ofur styrki hins opinbera, við skoðun standast þær fullyrðingar ekki. Íslenskur landbúnaður og þær afurðir sem til verða í þeirri framleiðslugrein er gæðavara, hrein afurð sem byggir á hreinu loftslagi, hreinu vatni og lítilli sýklalyfjanotkun og útkoman eru matvæli í heimsklassa. Á það hefur verið bent að það vanti mögulega um 12 milljarða inn í landbúnaðarkerfið til þess að staða bænda styrkist. Mikilvægt er rýna þá tölu vel en ef 12 milljarðar eru rétta talan þá eru 12 milljarðar gott fólk smáaurar í stóra samhengi hlutanna þegar matvælaöryggi heillar þjóðar er um að ræða. Ég skora að ríkisvaldið, matvælaráðherra og fjármálaráðherra, með fulltingi þingmanna allra að grípa í taumana, setja aukið fjármagn í okkar einstaka landbúnað og skapa jafnframt Byggðarstofnun svigrúm til að koma með sértækar aðgerðir til handa skuldsettum búum á landinu. Ég er handviss um að við almenningur í landinu munum styðja slíkar aðgerðir, núna er tíminn ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Það þarf að stokka spilin í því umhverfi sem samfélagið bý landbúnaði á Íslandi. Það vantar ekki hyggjuvit í bændastétt, útsjónarsemi eða dugnað. Það sem vantar er að við horfumst í augu við aðstæður og þær staðreyndir sem nú eru komin upp á yfirborðið. Lengi hefur verið sagt að íslenskur landbúnaður búi við ofur styrki hins opinbera, við skoðun standast þær fullyrðingar ekki. Íslenskur landbúnaður og þær afurðir sem til verða í þeirri framleiðslugrein er gæðavara, hrein afurð sem byggir á hreinu loftslagi, hreinu vatni og lítilli sýklalyfjanotkun og útkoman eru matvæli í heimsklassa. Á það hefur verið bent að það vanti mögulega um 12 milljarða inn í landbúnaðarkerfið til þess að staða bænda styrkist. Mikilvægt er rýna þá tölu vel en ef 12 milljarðar eru rétta talan þá eru 12 milljarðar gott fólk smáaurar í stóra samhengi hlutanna þegar matvælaöryggi heillar þjóðar er um að ræða. Ég skora að ríkisvaldið, matvælaráðherra og fjármálaráðherra, með fulltingi þingmanna allra að grípa í taumana, setja aukið fjármagn í okkar einstaka landbúnað og skapa jafnframt Byggðarstofnun svigrúm til að koma með sértækar aðgerðir til handa skuldsettum búum á landinu. Ég er handviss um að við almenningur í landinu munum styðja slíkar aðgerðir, núna er tíminn ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar