„Gaman að hitta þá loksins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. október 2023 18:30 Snorra Stein hefur hlakkað mikið til að komast aftur á parketið. Vísir/Sigurjón Snorri Steinn Guðjónsson fékk í dag loks að halda æfingu hjá A-landsliði karla í handbolta eftir að hafa tekið við þjálfarastarfinu 1. júní síðastliðinn. Hann er spenntur fyrir framhaldinu. „Það er gaman að hitta þá loksins. Ég er spenntur að upplifa þá á æfingu. Þetta er náttúrulega tvennt ólíkt að horfa á menn með félagsliðum sínum en nú fæ ég að upplifa þá loksins, fá tilfinningu fyrir þeim og liðinu og prófa mig aðeins áfram með það,“ „Það þarf að nýta tímann vel. Það er gömul saga og ný að við erum ekki að drukkna í æfingum og þetta snýst heldur kannski ekki um það að hrúga inn eins mörgum æfingum og hægt er. Það þarf að nýta tímann vel, vera effektívir og hafa gæði á æfingunum,“ segir Snorri Steinn um vikuna sem er fram undan. Klippa: Gaman að hitta þá loksins Veit hann nær ekki öllu inn Stærstur hluti íslenska hópsins var saman kominn á æfingu í Víkinni í dag en einhverjir áttu leik í gær og verða aðeins seinni til landsins. Ísland æfir næstu daga en á svo tvo æfingaleiki við Færeyjar á föstudag og laugardag. En hvers vill Snorri Steinn vera vísari að þessari viku lokinni? „Bara allt. Við erum að drilla alla þessa hluti. Sókn, vörn og hraðaupphlaup. Það eru uppstillingar sem mig langar að prófa, sjá menn í mismunandi stöðum. Haukur hefur ekki verið lengi í liðinu til dæmis. Það er eitt og annað aðeins nýtt sóknarlega, ný kerfi og bara fullt af hlutum sem mig langar að prófa,“ „Við erum samt strax búnir að taka ákvörðun um það að við náum ekki öllu inn. Eitthvað verður bara að bíða þangað til í desember eða janúar. Þeir hlutir sem ég vil hafa klára 12. janúar, ég næ þeim ekkert öllum núna. Eitthvað gengur vel og annað þarf að bíða. Það verður að koma í ljós hvernig mér líður með þetta eftir leikinn á laugardaginn,“ segir Snorri Steinn. Þarf ekki að umturna öllu Mikilvægir dagar eru fram undan enda er þetta eina skiptið sem Snorri Steinn nær hópnum saman til æfinga, allt þar til liðið kemur saman í lok desember fyrir EM í Þýskalandi sem hefst um miðjan janúar. Líkt og Snorri nefndi að ofan þarf að nýta tímann vel en að sama skapi þarf að velja og hafna hvað á að leggja áherslu á þegar tíminn með liðinu er svo skammur. „Það hefur alltaf verið þannig og er líka þannig hjá hinum liðunum. Ég er nýr með liðið en ég er ekkert að fara að umturna leik liðsins. Ég tek við góðu liði með góðan grunn og þarf ekkert að fara að þruma öllu í burtu og breyta öllu þó svo að ég vilji hafa mitt handbragð á þessu. Þetta eru góðir gaurar sem eru góðir í handbolta og ég held að þeir séu mjög mótttækilegir fyrir nýjungum og verði fljótir að aðlagast,“ Viggó eini sem er tæpur Allir leikmenn eru þá heilir heilsu nema Viggó Kristjánsson sem glímir við meiðsli á fingri og er tæpur fyrir verkefni vikunnar. „Ég held að ástandið sé mjög gott. Ég lagði áherslu á það að þeir væru mjög heiðarlegir og opnir með það ef það væri eitthvað. Eini sem hefur eitthvað heyrt í mér í Viggó og hann er tæpur þessa vikuna. Aðrir eru 100 prósent klárir og ættu að geta verið með að fullu allan tímann,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Það er gaman að hitta þá loksins. Ég er spenntur að upplifa þá á æfingu. Þetta er náttúrulega tvennt ólíkt að horfa á menn með félagsliðum sínum en nú fæ ég að upplifa þá loksins, fá tilfinningu fyrir þeim og liðinu og prófa mig aðeins áfram með það,“ „Það þarf að nýta tímann vel. Það er gömul saga og ný að við erum ekki að drukkna í æfingum og þetta snýst heldur kannski ekki um það að hrúga inn eins mörgum æfingum og hægt er. Það þarf að nýta tímann vel, vera effektívir og hafa gæði á æfingunum,“ segir Snorri Steinn um vikuna sem er fram undan. Klippa: Gaman að hitta þá loksins Veit hann nær ekki öllu inn Stærstur hluti íslenska hópsins var saman kominn á æfingu í Víkinni í dag en einhverjir áttu leik í gær og verða aðeins seinni til landsins. Ísland æfir næstu daga en á svo tvo æfingaleiki við Færeyjar á föstudag og laugardag. En hvers vill Snorri Steinn vera vísari að þessari viku lokinni? „Bara allt. Við erum að drilla alla þessa hluti. Sókn, vörn og hraðaupphlaup. Það eru uppstillingar sem mig langar að prófa, sjá menn í mismunandi stöðum. Haukur hefur ekki verið lengi í liðinu til dæmis. Það er eitt og annað aðeins nýtt sóknarlega, ný kerfi og bara fullt af hlutum sem mig langar að prófa,“ „Við erum samt strax búnir að taka ákvörðun um það að við náum ekki öllu inn. Eitthvað verður bara að bíða þangað til í desember eða janúar. Þeir hlutir sem ég vil hafa klára 12. janúar, ég næ þeim ekkert öllum núna. Eitthvað gengur vel og annað þarf að bíða. Það verður að koma í ljós hvernig mér líður með þetta eftir leikinn á laugardaginn,“ segir Snorri Steinn. Þarf ekki að umturna öllu Mikilvægir dagar eru fram undan enda er þetta eina skiptið sem Snorri Steinn nær hópnum saman til æfinga, allt þar til liðið kemur saman í lok desember fyrir EM í Þýskalandi sem hefst um miðjan janúar. Líkt og Snorri nefndi að ofan þarf að nýta tímann vel en að sama skapi þarf að velja og hafna hvað á að leggja áherslu á þegar tíminn með liðinu er svo skammur. „Það hefur alltaf verið þannig og er líka þannig hjá hinum liðunum. Ég er nýr með liðið en ég er ekkert að fara að umturna leik liðsins. Ég tek við góðu liði með góðan grunn og þarf ekkert að fara að þruma öllu í burtu og breyta öllu þó svo að ég vilji hafa mitt handbragð á þessu. Þetta eru góðir gaurar sem eru góðir í handbolta og ég held að þeir séu mjög mótttækilegir fyrir nýjungum og verði fljótir að aðlagast,“ Viggó eini sem er tæpur Allir leikmenn eru þá heilir heilsu nema Viggó Kristjánsson sem glímir við meiðsli á fingri og er tæpur fyrir verkefni vikunnar. „Ég held að ástandið sé mjög gott. Ég lagði áherslu á það að þeir væru mjög heiðarlegir og opnir með það ef það væri eitthvað. Eini sem hefur eitthvað heyrt í mér í Viggó og hann er tæpur þessa vikuna. Aðrir eru 100 prósent klárir og ættu að geta verið með að fullu allan tímann,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira