Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjallað er um mál dagsins í dag, en rólegt hefur verið í Reykjavík og nágrenni það sem af er degi.
Tveir voru stöðvaðir við akstur grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra sem var stöðvaður reyndist vera án ökuréttinda og þá var hann vopnaður hníf.