Boðið er upp á allskonar afþreyingu á rásum Stöðvar 2 Sport í dag, mánudag.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni í körfubolta undanfarna daga.
Stöð 2 Sport 3
- Klukkan 17.20 er leikur Empoli og Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.
- Klukkan 19.35 er leikur Lazio og Fiorentina í sömu deild á dagskrá.
Vodafone Sport
- Klukkan 19.55 er leikur Coventry City og West Bromwich Albion í ensku B-deildinni í knattspyrnu á dagskrá.
- Klukkan 00.00 er viðureign Arizona Diamondbacks og Texas Rangers í úrslitaeinvígi MLB-deildarinnar í hafnabolta á dagskrá. Staðan í einvíginu er 1-1.
Stöð 2 ESport
- Klukkan 20.00 er GameTíví á dagskrá.