Eru Bellingham og Kane bestu leikmenn heims um þessar mundir? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 22:31 Þessa tvo fær ekkert stöðvað um þessar mundir. Vísir/Getty Images Það var vissulega búist við miklu þegar Englendingarnir Harry Kane og Jude Bellingham færðu sig um set í sumar en það bjóst ef til vill enginn við því að leikmennirnir myndu finna taktinn jafn fljótt og raun ber vitni. Síðan Bellingam færði sig frá Borussia Dortmund í Þýskalandi til spænska stórveldisins Real Madríd var planið eflaust að hann myndi taka vð keflinu hjá félagi sem hefur verið með eina bestu miðju Evrópu undanfarin ár. Að Bellingham myndi taka við keflinu strax í fyrsta leik var eitthvað sem færri reiknuðu með. Þrátt fyrir að spila 42 leiki á síðustu leiktíð fyrir Dortmund var gefið til kynna að hann ætti við eymsli í hné að stríða og það gæti áfram hrjáð hann. Ef svo er þá hefur það ekki sést til þessa þar sem Bellingham virðist fæddur til að spila í hvítri treyju Real Madríd. Segja má að vera hans á Spáni sé draumi líkust til þessa en hann hefur skorað hvert sigurmarkið á fætur öðru fyrir félagið. Í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum þá skoraði hann fimm mörk: Skoraði annað markið í 2-0 sigri á Athletic Bilbao. Skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í 3-1 sigri á Almería. Skoraði sigurmark gegn Celta de Vigo á 81. mínútu. Skoraði einnig sigurmark gegn Getafe á 90. mínútu. Í Meistaradeildinni var það sama upp á teningnum: Skoraði eina markið í 1-0 sigri á Union Berlín. Markið skoraði hann á 94. mínútu. Skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri á Napolí. Skoraði seinna markið í 2-1 sigri á Braga. JUDE BELLINGHAM AGAIN pic.twitter.com/yy59D29kyr— B/R Football (@brfootball) October 28, 2023 Í dag fóru Bellingham og félagar á Nývang í Katalóníu þar sem þeir mættu erkifjendum sínum í Barcelona. Eftir að İlkay Gündoğan kom Börsungum yfir snemma leiks var komið að Jude og hans hæfileikum. Á 68. mínútu jafnaði hann metin með ótrúlegu skoti lengst fyrir utan teig. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem hann fékk sendingu í gegnum vörn Barcelona frá Luka Modrić og tryggði Real í kjölfarið ótrúlegan 2-1 sigur. Til þessa hefur Jude Bellingham skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í treyju Real Madríd. Harry Kane, samherji Bellingham í enska landsliðinu, færði sig einnig um set í sumar. Kane fór frá Tottenham Hotspur til Þýskalandsmeistara Bayern München. Hafandi spilað allan sinn feril á Englandi og orðinn þetta gamall - þrítugur - þá voru ekki öll seld á að Kane myndi raða inn mörkunum í Þýskalandi. Hann hefur hins vegar verið einn mesti markaskorari Evrópu undanfarin ár og það kom því ekki á óvart þegar hann fór að raða inn fyrir Bayern. Hversu mörg mörkin eru, hversu glæsileg þau eru og hversu margar stoðsendingar hann hefur gefið hefur hins vegar komið á óvart. GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Kane reimaði á sig markaskóna strax í fyrsta leik og hefur ekki farið úr þeim síðan. Sem stendur hefur hann spilað 13 leiki fyrir Bayern, skorað 14 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Þegar þetta er skrifað eru Bellingham og Kane helstu ástæður þess að Real og Bayern eru í toppsætunum heima fyrir. Bayer Leverkusen getur þó skemmt það með sigri á morgun, sunnudag, en líkt og Bayern á liðið enn eftir að tapa leik í þýsku úrvalsdeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Síðan Bellingam færði sig frá Borussia Dortmund í Þýskalandi til spænska stórveldisins Real Madríd var planið eflaust að hann myndi taka vð keflinu hjá félagi sem hefur verið með eina bestu miðju Evrópu undanfarin ár. Að Bellingham myndi taka við keflinu strax í fyrsta leik var eitthvað sem færri reiknuðu með. Þrátt fyrir að spila 42 leiki á síðustu leiktíð fyrir Dortmund var gefið til kynna að hann ætti við eymsli í hné að stríða og það gæti áfram hrjáð hann. Ef svo er þá hefur það ekki sést til þessa þar sem Bellingham virðist fæddur til að spila í hvítri treyju Real Madríd. Segja má að vera hans á Spáni sé draumi líkust til þessa en hann hefur skorað hvert sigurmarkið á fætur öðru fyrir félagið. Í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum þá skoraði hann fimm mörk: Skoraði annað markið í 2-0 sigri á Athletic Bilbao. Skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í 3-1 sigri á Almería. Skoraði sigurmark gegn Celta de Vigo á 81. mínútu. Skoraði einnig sigurmark gegn Getafe á 90. mínútu. Í Meistaradeildinni var það sama upp á teningnum: Skoraði eina markið í 1-0 sigri á Union Berlín. Markið skoraði hann á 94. mínútu. Skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri á Napolí. Skoraði seinna markið í 2-1 sigri á Braga. JUDE BELLINGHAM AGAIN pic.twitter.com/yy59D29kyr— B/R Football (@brfootball) October 28, 2023 Í dag fóru Bellingham og félagar á Nývang í Katalóníu þar sem þeir mættu erkifjendum sínum í Barcelona. Eftir að İlkay Gündoğan kom Börsungum yfir snemma leiks var komið að Jude og hans hæfileikum. Á 68. mínútu jafnaði hann metin með ótrúlegu skoti lengst fyrir utan teig. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem hann fékk sendingu í gegnum vörn Barcelona frá Luka Modrić og tryggði Real í kjölfarið ótrúlegan 2-1 sigur. Til þessa hefur Jude Bellingham skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í treyju Real Madríd. Harry Kane, samherji Bellingham í enska landsliðinu, færði sig einnig um set í sumar. Kane fór frá Tottenham Hotspur til Þýskalandsmeistara Bayern München. Hafandi spilað allan sinn feril á Englandi og orðinn þetta gamall - þrítugur - þá voru ekki öll seld á að Kane myndi raða inn mörkunum í Þýskalandi. Hann hefur hins vegar verið einn mesti markaskorari Evrópu undanfarin ár og það kom því ekki á óvart þegar hann fór að raða inn fyrir Bayern. Hversu mörg mörkin eru, hversu glæsileg þau eru og hversu margar stoðsendingar hann hefur gefið hefur hins vegar komið á óvart. GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Kane reimaði á sig markaskóna strax í fyrsta leik og hefur ekki farið úr þeim síðan. Sem stendur hefur hann spilað 13 leiki fyrir Bayern, skorað 14 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Þegar þetta er skrifað eru Bellingham og Kane helstu ástæður þess að Real og Bayern eru í toppsætunum heima fyrir. Bayer Leverkusen getur þó skemmt það með sigri á morgun, sunnudag, en líkt og Bayern á liðið enn eftir að tapa leik í þýsku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð