„Gríðarlega þakklát fyrir traustið“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2023 21:22 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð sig vel í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir A-landslið Íslands í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mjög súrt,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir um 1-0 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Sædísar í byrjunarliði A-landsliðs Íslands. Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54