Báðir eru mikilvægir hlekkir í liði Mikel Arteta sem stendur í ströngu um þessar mundir. Liðið er í titilbaráttu heima fyrir sem og liðið stefnir langt í Meistaradeild Evrópu.
BREAKING: Arsenal's Thomas Partey and Gabriel Jesus have both been ruled out for a few weeks due to injury pic.twitter.com/Cz1gBVgUxO
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 27, 2023
Arsenal hefur verið töluvert án Jesus til þessa á tímabilinu en hann hefur aðeins spilað 364 mínútur í ensku úrvalsdeildinn og 626 mínútur í öllum keppnum. Hann hefur tekið þátt í 11 leikjum, skorað fjögur mörk – þar af þrjú í Meistaradeild Evrópu – og gefið eina stoðsendingu.
Hann byrjaði leikinn gegn Sevilla í miðri viku en var tekinn af velli á 81. mínútu og nú er ljóst að hann verður ekki með í næstu leikjum. Ekki er vitað hversu lengi nákvæmlega hann verður frá keppni.
Sömu sögu er að segja af Partey en það vakti athygli þegar hann var ekki hluti af leikmannahóp liðsins sem ferðaðist til Andalúsíu í leikinn gegn Sevilla. Hinn þrítugi Partey hefur verið mikið frá á tímabilinu og aðeins tekið þátt í fimm leikjum.
Arsenal mætir lánlausu liði Sheffield United klukkan 14.00 í dag en nýliðarnir eru enn án sigurs.