Útskrifaðist með áttundu háskólagráðuna 74 ára gömul Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. október 2023 07:00 Kristín tók við sinni fyrstu háskólagráðu árið 1995 og þeirri áttundu 28 árum síðar. vísir Kristín Thorberg útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Kristín fagnar 75 ára afmæli sínu á næstunni og lögfræðigráðan var hennar áttunda háskólagráða. Hún er hvergi nærri hætt. Dreymdi um að verða hjúkrunarfræðingur og dýralæknir Kristín er fædd í Vestmannaeyjum og varði æskuárum sínum á Seltjarnarnesinu. „Ég lauk prófi úr Gaggó Vest í gamla daga en ég var nú aldrei neinn sérstakur námsmaður, bæði skrifblind og lesblind. Ég náði til dæmis aðeins 5 í einkunn í dönsku í gagnfræðiskólaprófinu, sem dugði ekki til þegar ég sótti ég um nám í Hjúkrunarskóla Íslands, sem þá var og hét. Ég fékk ekki inngöngu, ég var með með of lága einkunn. Þannig að það kom ekki annað til greina en að bæta dönskukunnáttuna og fara til Danaveldis.“ Kristín var þá táningur. „Ég fór út og var au pair hjá íslenskri konu. Hún talaði tuttugu og fimm tungumál og leiðrétti mig í hvert einasta skipti sem ég talaði vitlaust á dönskuna. Ég grenjaði mig stundum í svefn á kvöldin yfir þessum „tortúr“, í sex mánuði og fór síðan í undirbúnings nám á lýðháskóla í Odder á Jótlandi.“ Á þessum tíma var fyrirkomulagið í hjúkrunarnámi í Danmörku öðruvísi uppbyggt en á Íslandi í dag. Kristín fékk inngöngu í hjúkrunarnám á sjúkrahúsi í Glostrup og lauk náminu þar. Urðu námsárin í Danmörku alls sex og kláraði hún námið árið 1970. „En málið var það að mig langaði ekki að koma aftur til Íslands og vera „bara“ hjúkrunarfræðingur, mig langaði að taka með mér einhverja sérgrein, einhverja sérþekkingu. Mig langaði að verða ljósmóðir, og ætlaði að fara í ljósmæðranám í Kaupmannahöfn en skólastýran þar sagði við mig: „Nei fröken Thorberg, þú heldur áfram í hjúkrun.“ Það var ekki leyfilegt að fara í ljósmæðrafræði ef maður var orðinn hjúkrunarfræðingur. Þá ákvað ég að verða svæfingahjúkrunarfræðingur og fékk starf á svæfingardeild Sjúkrahúsins á Akureyri 1. janúar árið 1971." Kristín er sveitastelpa í húð og hár.Aðsend Kristín hafði verið mikið í sveit á yngri árum, á Ferjubakka í Borgafirði, og hafði alltaf haft yndi af dýrum og bústörfum. „Mig langaði alltaf mikið til að verða dýralæknir, en ég þurfti stúdentspróf til þess. Árið 1972 fengum við Helga systir mín leyfi til að gerast fyrstu utanskólanemendurnir við Menntaskólann á Akureyri og ég náði að klára stúdentsprófið úr máladeild á tveimur árum. Síðan um um haustið árið 1974 sótti ég um í Dýralæknaháskólanum í Osló og fékk inngöngu strax. Efnafræðin og raungreinarnar voru alltaf að vefjast fyrir mér og ég guggnaði að lokum, í desember. Kom heim og fór að vinna á Sjúkrahúsinu á Neskaupsstað. En ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég fékk að vita að ef ég tæki fyrsta árið í læknadeildina hérna heima þá gæti ég fengið að koma beint inn á annað ár í dýralækninum úti. Þannig að það varð úr að ég fór í læknadeildina um haustið, en svo komst ég ekki í gegnum klásusinn þar. Þannig að ég varð ekki dýralæknir, en í hjarta mínu er ég það nú samt og ég nýti alla mína fagþekkingu til að annast hrossin mín. Ég fór aftur að vinna sem svæfingahjúkrunarfræðingur, á sjúkrahúsinu á Akureyri. Síðan fór ég að kenna verklega hjúkrun í Verkmenntskólanum á Akureyri (VMA) og lauk námi í Kennaraháskóla Íslands fyrir verkmenntakennara.“ Giftu sig á Jónsmessu ,,Ég kynntist manninum mínum, Jónasi Vigfússyni á hestbaki í Vaðlaheiðinn í ágúst áruð 1976 og við vorum á leið í Einarsstaði á hestamannamót. Við vorum bæði að leita fyrir okkur að jarðnæði og ákváðum að kaupa okkur bújörðina Litla – Dal í Eyjafjarðarsveit um vorið árið1977. Við giftum okkur á Jónsmessunni 24. júní 1978, og eignuðumst tvær dætur, frumburðinn hana Auði, fædda í maí 1979 og í mars 1981 fæddist Helga yngri dóttir okkar." Á þessum tíma var hjúkrunarfræðinám á Íslandi komið á háskólastig, meðal annars í Háskólanum á Akureyri (HA). „Ég gat ekki hugsað mér annað en að klára háskólagráðu í hjúkruninni. Á þessum tíma var þetta kennt í lotunámi og fjarnámi og maður vann alltaf með skólanum. Ég útskrifaðist síðan með B.Sc. í hjúkrunarfræði frá HA árið 1995. Næstu tíu árin þá hélt ég áfram að kenna í VMA og var jafnframt að vinna sem hjúkrunarfræðingur út um allt land; á Vopnafirði, Raufarhöfn, Dalvík, Hrísey, Ólafsfirði og líka á Kristnesi. Einnig vann ég á Arnarholti í fimm ár, þegar Jónas minn var sveitastjóri á Kjalanesi og seinna vann ég bæði sem iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingur á Grensásdeild. Kristín segir forvitnina hafa drifið sig áfram í námi í gegnum árin.Aðsend Eftir sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur ákváðum við hjónin að flytja aftur norður og þá fannst mér ómögulegt að vera ekki í neinu námi. Þannig að ég ákvað að sækja um nám í iðjuþjálfun, sem var fjögurra ára nám. Við vorum aðeins sjö konur í náminu og vorum kallaðar ,,litli saumaklúbburinn“. Ég útskrifaðist síðan með B.Sc. í iðjuþjálfafræðum frá HA árið 2006.“ Forvitnin veitir drifkraft En hvaðan kemur þessi endalausa fróðleiksfýsni? „Það sat alltaf í mér, þegar ég var að vinna sem hjúkrunarfræðingur, að ég vildi geta sinnt faglega öllu sem kæmi upp hjá skjólstæðingum mínum. Ég vildi ekki vera „bara“ hjúkrunarfræðingur. Svo er ég agalega fróðleiksfús og hef áhuga á fólki. Það er eins og það sé alltaf að kvikna eitthvað nýtt í mér, eitthvað sem ég bara verð að læra meira um. Einhver endalaus forvitni. Ætli þessi námsfýsni sé ekki komin þaðan. Á þessum tíma, þegar ég sótti um í iðjuþjálfuninni þá var ég búin að vinna á svo mörgum stöðum og sinna svo fjölbreyttum verkefnum. Það var allskonar áskoranir sem komu upp. Ég komst að því, að ég varð miklu betri hjúkrunarfræðingur þegar ég var líka komin með iðjuþjálfa-gleraugun. Þá gæti ég séð hlutina með fleiri augum, komið með aðra nálgun og betri lausnir. Þannig er það með nám; eftir því sem maður lærir meira þá finnst manni maður vita svo ósköp lítið. Ég man þegar ég var í hjúkrunarnáminu í Danmörku í gamla daga, þá fékk maður svo oft að heyra frá eldri hjúkrunarfræðingum þennan frasa: „Þetta er bara svona og þetta hefur alltaf verið svona.“ Mér finnst alltaf svo erfitt að sætta mig við það. Ég lofaði sjálfri mér á þeim tíma að ég ætlaði ekki að vera hjúkrunarfræðingur sem notaði þessa setningu, að hlutirnir væru bara svona og það ætti að gera þá svona." Kristín staldraði ekki lengi við eftir iðjuþjálfanámið og lauk því næst meistaragráðu í lýðheilsufræðum (MPH) og í kennslufræðum (MEd) frá Háskólanum í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hún árið 2008. „Svo kom ég norður og vann sem hjúkrunarfræðingur og sem iðjuþjálfi í sérdeild. Svo ákvað ég að fara í kennslufræðina, semsagt kennslufræði fyrir grunnskóla í Kennaraháskólanum. Svo þegar ég var búin með það hugsaði ég með mér: „Ætli ég taki ekki framhaldskólaréttindin líka.“. Ég var síðan ráðin sem yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrasviði á Húsavík árið 2015 og var þar alveg þar til ég varð sjötug. Svo fór ég í meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Þarna í millitíðinni fór ég líka í Bændaskólann á Hvanneyri og stefndi á að verða hrossaræktunarráðunautur Íslands. En efnafræðin var alltaf að flækjast fyrir mér, þannig að það varð nú ekkert af þeim draumi mínum. Eftir fyrstu tvær meistara gráðurnar mínar við HR, fór ég í meistaranám við heilbrigðisdeild HA. Það vakti áhuga minn að nokkrum árum áður höfðu verið gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á Norðurlandi, sem leiddi til fækkunar á heilbrigðisstofnunum í okkar heilbrigðisumdæmi með samruna í eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Slíkar yfirgripsmiklar stjórnvaldsákvarðanir hafa áhrif á starfsánægju starfsmanna. Í lokaverkefninu mínu tók ég fyrir vægi þjónandi forystu innan hjúkrunarstjórnuna á HSN. Ég vildi forvitnast um hvernig hjúkrunarfræðingum hefði liðið eftir þessa sameiningu og hvernig starfsánægjan var. Það kom það mjög vel út, einkunn 4,6 þar sem 6 er hámarkið.“ Saman í 47 ár Sem fyrr segir er eiginmaður Kristínar Jónas Vigfússon verkfræðingur og fyrrum sveitarstjóri í Hrísey, á Kjalanesi og í Eyjafjarðarsveit. Hann varð bráðkvaddur á Hagárdal í Litla-dalsfjalli í september síðastliðnum. Það tekur örlítið á Kristínu að ræða sviplegt fráfall Jónasar. Þau voru gift í 47 ár og studdu hvort annað í gegnum lífið. Kristín og eiginmaður hennar heitinn, Jónas Vigfússon mynduðu sterka heild.Aðsend „Við áttum sama afmælisdag, giftum okkur á Jónsmessu, árið 1978, eins og komið hefur fram, eða ári eftir að við eignuðumst bæinn okkar, Litla Dal. Við vorum alla tíð með skepnur, hross, kindur og hvolpa og kindur. Nú er ég í fyrsta skipti ein, sem er afskaplega skrítið. Ég er þremur árum eldri en Jónas og hef tvisvar gengið í gegnum það að fá krabbamein, ásamt því að hafa farið í hjartaþræðingu. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að lifa lengur en hann. En svona er lífið. Við getum ekki ráðið öllu.“ Dætur þeirra tvær, þær Auður og Helga hafa báðar verið duglegar í námi og hefur Auður lokið tveimur háskólagráðum og Helga þremur. „Ég tel mig vera góð fyrirmynd fyrir þær, en veit samt ekki hvort þær ætli að fara að safna eins og ég.“ Meðfram námi, vinnu, bústörfum og börnum hefur Kristín verið virk í allskyns félagsstörfum í gegnum tíðina og sat meðal annars í stjórn Félags Hjúkrunarfræðinga í mörg ár. Hún hefur einnig verið virk í starfi Framsóknar í gegnum tíðina. „Það er nú kannski eins gott að ég komst ekki inn á þing. Þar sem ég hefði líklega verið óþekk í flokkshirðinni!“ Hún hefur látið fátt stoppa sig. „Ég man til dæmis eftir því á sínum tíma, minnir að það hafi verið 1981 þegar Helga var lítil. Þá varð ég fyrsta konan sem tók þátt í hestadómum á ÍSÍ mótum á Akureyri, var fyrsta konan til að vinna þann titil. Einnig sat ég sem fulltrúi á aðalfundi Landsamtaka hestamanna og sat inni á fundinum og hlustaði á ræðurnar og gaf dætrum mínum brjóst á meðan. Það vakti mikla athygli." Kristín ásamt dætrum sínum tveimur, þeim Auði og Helgu.Aðsend Síðastliðið vor útskrifaðist Kristín með sína áttundu háskólagráðu; BA í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Eftir að hafa unnið í mörg ár í stjórnunarstöðum kviknaði áhugi á að læra meira um stjórnsýslu og löggjöf. Í lokaverkefninu við lagadeildina í HA fjallaði Kristín um gildi 8. gr. um friðhelgi einkalífs sbr. lög nr. 62/1994 um Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). „Ég er búin að lesa MSE í marga vetur og mig langar núna að taka fyrir ,, Farsældarlögin nr. 86/2021“ sem varðar Samning SÞ um réttindi barna. Ég er í stjórn Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE), elsti stjórnarmeðlimurinn og tók þátt í stjórnarkjöri til Ungmennafélgai Íslands (UMFÍ) og í framboðsræðunni minni tók ég fram að ég vildi taka þátt í að innleiða Farsældarlögin í allt starf innan UMFÍ til framtíðar sem er nauðsynlegt." Klæddist svörtu Við útskriftina í júni klæddist Kristín svörtu, sem var táknrænt. „Af því að ég vissi að það yrði í seinasta skipti sem ég myndi útskrifast frá HA, eftir að hafa verið þar í námi síðan árið 1991. Ég var í raun að syrgja það að þetta væri seinasta háskólagráðan mín frá þeim skóla“. En Kristín er hvergi nærri hætt. Hún hefur að undanförnu tekið kúrsa á netinu, við lagadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Hún stefnir á að vera komin með tíu háskólagráður fyrir áttrætt. Lögfræðin á hug Kristínar allan þessa dagana.Aðsend „Dætur mínar eru að segja mér að hætta að læra og fara að skrifa endurminningar mínar. En mig langar núna að bæta mig í enskunni, prufa mig aðeins áfram." Kristín hefur ósjaldan fengið að heyra það í gegnum tíðina að hún sé frábær fyrirmynd. „Veistu, í mínum huga er ekkert ómögulegt. Hlutirnir eru bara misjafnlega mögulegir. Orðið „ómögulegt“ er bara ekki til í mínum orðaforða.“ Skóla - og menntamál Háskólar Tímamót Eldri borgarar Akureyri Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Dreymdi um að verða hjúkrunarfræðingur og dýralæknir Kristín er fædd í Vestmannaeyjum og varði æskuárum sínum á Seltjarnarnesinu. „Ég lauk prófi úr Gaggó Vest í gamla daga en ég var nú aldrei neinn sérstakur námsmaður, bæði skrifblind og lesblind. Ég náði til dæmis aðeins 5 í einkunn í dönsku í gagnfræðiskólaprófinu, sem dugði ekki til þegar ég sótti ég um nám í Hjúkrunarskóla Íslands, sem þá var og hét. Ég fékk ekki inngöngu, ég var með með of lága einkunn. Þannig að það kom ekki annað til greina en að bæta dönskukunnáttuna og fara til Danaveldis.“ Kristín var þá táningur. „Ég fór út og var au pair hjá íslenskri konu. Hún talaði tuttugu og fimm tungumál og leiðrétti mig í hvert einasta skipti sem ég talaði vitlaust á dönskuna. Ég grenjaði mig stundum í svefn á kvöldin yfir þessum „tortúr“, í sex mánuði og fór síðan í undirbúnings nám á lýðháskóla í Odder á Jótlandi.“ Á þessum tíma var fyrirkomulagið í hjúkrunarnámi í Danmörku öðruvísi uppbyggt en á Íslandi í dag. Kristín fékk inngöngu í hjúkrunarnám á sjúkrahúsi í Glostrup og lauk náminu þar. Urðu námsárin í Danmörku alls sex og kláraði hún námið árið 1970. „En málið var það að mig langaði ekki að koma aftur til Íslands og vera „bara“ hjúkrunarfræðingur, mig langaði að taka með mér einhverja sérgrein, einhverja sérþekkingu. Mig langaði að verða ljósmóðir, og ætlaði að fara í ljósmæðranám í Kaupmannahöfn en skólastýran þar sagði við mig: „Nei fröken Thorberg, þú heldur áfram í hjúkrun.“ Það var ekki leyfilegt að fara í ljósmæðrafræði ef maður var orðinn hjúkrunarfræðingur. Þá ákvað ég að verða svæfingahjúkrunarfræðingur og fékk starf á svæfingardeild Sjúkrahúsins á Akureyri 1. janúar árið 1971." Kristín er sveitastelpa í húð og hár.Aðsend Kristín hafði verið mikið í sveit á yngri árum, á Ferjubakka í Borgafirði, og hafði alltaf haft yndi af dýrum og bústörfum. „Mig langaði alltaf mikið til að verða dýralæknir, en ég þurfti stúdentspróf til þess. Árið 1972 fengum við Helga systir mín leyfi til að gerast fyrstu utanskólanemendurnir við Menntaskólann á Akureyri og ég náði að klára stúdentsprófið úr máladeild á tveimur árum. Síðan um um haustið árið 1974 sótti ég um í Dýralæknaháskólanum í Osló og fékk inngöngu strax. Efnafræðin og raungreinarnar voru alltaf að vefjast fyrir mér og ég guggnaði að lokum, í desember. Kom heim og fór að vinna á Sjúkrahúsinu á Neskaupsstað. En ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég fékk að vita að ef ég tæki fyrsta árið í læknadeildina hérna heima þá gæti ég fengið að koma beint inn á annað ár í dýralækninum úti. Þannig að það varð úr að ég fór í læknadeildina um haustið, en svo komst ég ekki í gegnum klásusinn þar. Þannig að ég varð ekki dýralæknir, en í hjarta mínu er ég það nú samt og ég nýti alla mína fagþekkingu til að annast hrossin mín. Ég fór aftur að vinna sem svæfingahjúkrunarfræðingur, á sjúkrahúsinu á Akureyri. Síðan fór ég að kenna verklega hjúkrun í Verkmenntskólanum á Akureyri (VMA) og lauk námi í Kennaraháskóla Íslands fyrir verkmenntakennara.“ Giftu sig á Jónsmessu ,,Ég kynntist manninum mínum, Jónasi Vigfússyni á hestbaki í Vaðlaheiðinn í ágúst áruð 1976 og við vorum á leið í Einarsstaði á hestamannamót. Við vorum bæði að leita fyrir okkur að jarðnæði og ákváðum að kaupa okkur bújörðina Litla – Dal í Eyjafjarðarsveit um vorið árið1977. Við giftum okkur á Jónsmessunni 24. júní 1978, og eignuðumst tvær dætur, frumburðinn hana Auði, fædda í maí 1979 og í mars 1981 fæddist Helga yngri dóttir okkar." Á þessum tíma var hjúkrunarfræðinám á Íslandi komið á háskólastig, meðal annars í Háskólanum á Akureyri (HA). „Ég gat ekki hugsað mér annað en að klára háskólagráðu í hjúkruninni. Á þessum tíma var þetta kennt í lotunámi og fjarnámi og maður vann alltaf með skólanum. Ég útskrifaðist síðan með B.Sc. í hjúkrunarfræði frá HA árið 1995. Næstu tíu árin þá hélt ég áfram að kenna í VMA og var jafnframt að vinna sem hjúkrunarfræðingur út um allt land; á Vopnafirði, Raufarhöfn, Dalvík, Hrísey, Ólafsfirði og líka á Kristnesi. Einnig vann ég á Arnarholti í fimm ár, þegar Jónas minn var sveitastjóri á Kjalanesi og seinna vann ég bæði sem iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingur á Grensásdeild. Kristín segir forvitnina hafa drifið sig áfram í námi í gegnum árin.Aðsend Eftir sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur ákváðum við hjónin að flytja aftur norður og þá fannst mér ómögulegt að vera ekki í neinu námi. Þannig að ég ákvað að sækja um nám í iðjuþjálfun, sem var fjögurra ára nám. Við vorum aðeins sjö konur í náminu og vorum kallaðar ,,litli saumaklúbburinn“. Ég útskrifaðist síðan með B.Sc. í iðjuþjálfafræðum frá HA árið 2006.“ Forvitnin veitir drifkraft En hvaðan kemur þessi endalausa fróðleiksfýsni? „Það sat alltaf í mér, þegar ég var að vinna sem hjúkrunarfræðingur, að ég vildi geta sinnt faglega öllu sem kæmi upp hjá skjólstæðingum mínum. Ég vildi ekki vera „bara“ hjúkrunarfræðingur. Svo er ég agalega fróðleiksfús og hef áhuga á fólki. Það er eins og það sé alltaf að kvikna eitthvað nýtt í mér, eitthvað sem ég bara verð að læra meira um. Einhver endalaus forvitni. Ætli þessi námsfýsni sé ekki komin þaðan. Á þessum tíma, þegar ég sótti um í iðjuþjálfuninni þá var ég búin að vinna á svo mörgum stöðum og sinna svo fjölbreyttum verkefnum. Það var allskonar áskoranir sem komu upp. Ég komst að því, að ég varð miklu betri hjúkrunarfræðingur þegar ég var líka komin með iðjuþjálfa-gleraugun. Þá gæti ég séð hlutina með fleiri augum, komið með aðra nálgun og betri lausnir. Þannig er það með nám; eftir því sem maður lærir meira þá finnst manni maður vita svo ósköp lítið. Ég man þegar ég var í hjúkrunarnáminu í Danmörku í gamla daga, þá fékk maður svo oft að heyra frá eldri hjúkrunarfræðingum þennan frasa: „Þetta er bara svona og þetta hefur alltaf verið svona.“ Mér finnst alltaf svo erfitt að sætta mig við það. Ég lofaði sjálfri mér á þeim tíma að ég ætlaði ekki að vera hjúkrunarfræðingur sem notaði þessa setningu, að hlutirnir væru bara svona og það ætti að gera þá svona." Kristín staldraði ekki lengi við eftir iðjuþjálfanámið og lauk því næst meistaragráðu í lýðheilsufræðum (MPH) og í kennslufræðum (MEd) frá Háskólanum í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hún árið 2008. „Svo kom ég norður og vann sem hjúkrunarfræðingur og sem iðjuþjálfi í sérdeild. Svo ákvað ég að fara í kennslufræðina, semsagt kennslufræði fyrir grunnskóla í Kennaraháskólanum. Svo þegar ég var búin með það hugsaði ég með mér: „Ætli ég taki ekki framhaldskólaréttindin líka.“. Ég var síðan ráðin sem yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrasviði á Húsavík árið 2015 og var þar alveg þar til ég varð sjötug. Svo fór ég í meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Þarna í millitíðinni fór ég líka í Bændaskólann á Hvanneyri og stefndi á að verða hrossaræktunarráðunautur Íslands. En efnafræðin var alltaf að flækjast fyrir mér, þannig að það varð nú ekkert af þeim draumi mínum. Eftir fyrstu tvær meistara gráðurnar mínar við HR, fór ég í meistaranám við heilbrigðisdeild HA. Það vakti áhuga minn að nokkrum árum áður höfðu verið gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á Norðurlandi, sem leiddi til fækkunar á heilbrigðisstofnunum í okkar heilbrigðisumdæmi með samruna í eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Slíkar yfirgripsmiklar stjórnvaldsákvarðanir hafa áhrif á starfsánægju starfsmanna. Í lokaverkefninu mínu tók ég fyrir vægi þjónandi forystu innan hjúkrunarstjórnuna á HSN. Ég vildi forvitnast um hvernig hjúkrunarfræðingum hefði liðið eftir þessa sameiningu og hvernig starfsánægjan var. Það kom það mjög vel út, einkunn 4,6 þar sem 6 er hámarkið.“ Saman í 47 ár Sem fyrr segir er eiginmaður Kristínar Jónas Vigfússon verkfræðingur og fyrrum sveitarstjóri í Hrísey, á Kjalanesi og í Eyjafjarðarsveit. Hann varð bráðkvaddur á Hagárdal í Litla-dalsfjalli í september síðastliðnum. Það tekur örlítið á Kristínu að ræða sviplegt fráfall Jónasar. Þau voru gift í 47 ár og studdu hvort annað í gegnum lífið. Kristín og eiginmaður hennar heitinn, Jónas Vigfússon mynduðu sterka heild.Aðsend „Við áttum sama afmælisdag, giftum okkur á Jónsmessu, árið 1978, eins og komið hefur fram, eða ári eftir að við eignuðumst bæinn okkar, Litla Dal. Við vorum alla tíð með skepnur, hross, kindur og hvolpa og kindur. Nú er ég í fyrsta skipti ein, sem er afskaplega skrítið. Ég er þremur árum eldri en Jónas og hef tvisvar gengið í gegnum það að fá krabbamein, ásamt því að hafa farið í hjartaþræðingu. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að lifa lengur en hann. En svona er lífið. Við getum ekki ráðið öllu.“ Dætur þeirra tvær, þær Auður og Helga hafa báðar verið duglegar í námi og hefur Auður lokið tveimur háskólagráðum og Helga þremur. „Ég tel mig vera góð fyrirmynd fyrir þær, en veit samt ekki hvort þær ætli að fara að safna eins og ég.“ Meðfram námi, vinnu, bústörfum og börnum hefur Kristín verið virk í allskyns félagsstörfum í gegnum tíðina og sat meðal annars í stjórn Félags Hjúkrunarfræðinga í mörg ár. Hún hefur einnig verið virk í starfi Framsóknar í gegnum tíðina. „Það er nú kannski eins gott að ég komst ekki inn á þing. Þar sem ég hefði líklega verið óþekk í flokkshirðinni!“ Hún hefur látið fátt stoppa sig. „Ég man til dæmis eftir því á sínum tíma, minnir að það hafi verið 1981 þegar Helga var lítil. Þá varð ég fyrsta konan sem tók þátt í hestadómum á ÍSÍ mótum á Akureyri, var fyrsta konan til að vinna þann titil. Einnig sat ég sem fulltrúi á aðalfundi Landsamtaka hestamanna og sat inni á fundinum og hlustaði á ræðurnar og gaf dætrum mínum brjóst á meðan. Það vakti mikla athygli." Kristín ásamt dætrum sínum tveimur, þeim Auði og Helgu.Aðsend Síðastliðið vor útskrifaðist Kristín með sína áttundu háskólagráðu; BA í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Eftir að hafa unnið í mörg ár í stjórnunarstöðum kviknaði áhugi á að læra meira um stjórnsýslu og löggjöf. Í lokaverkefninu við lagadeildina í HA fjallaði Kristín um gildi 8. gr. um friðhelgi einkalífs sbr. lög nr. 62/1994 um Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). „Ég er búin að lesa MSE í marga vetur og mig langar núna að taka fyrir ,, Farsældarlögin nr. 86/2021“ sem varðar Samning SÞ um réttindi barna. Ég er í stjórn Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE), elsti stjórnarmeðlimurinn og tók þátt í stjórnarkjöri til Ungmennafélgai Íslands (UMFÍ) og í framboðsræðunni minni tók ég fram að ég vildi taka þátt í að innleiða Farsældarlögin í allt starf innan UMFÍ til framtíðar sem er nauðsynlegt." Klæddist svörtu Við útskriftina í júni klæddist Kristín svörtu, sem var táknrænt. „Af því að ég vissi að það yrði í seinasta skipti sem ég myndi útskrifast frá HA, eftir að hafa verið þar í námi síðan árið 1991. Ég var í raun að syrgja það að þetta væri seinasta háskólagráðan mín frá þeim skóla“. En Kristín er hvergi nærri hætt. Hún hefur að undanförnu tekið kúrsa á netinu, við lagadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Hún stefnir á að vera komin með tíu háskólagráður fyrir áttrætt. Lögfræðin á hug Kristínar allan þessa dagana.Aðsend „Dætur mínar eru að segja mér að hætta að læra og fara að skrifa endurminningar mínar. En mig langar núna að bæta mig í enskunni, prufa mig aðeins áfram." Kristín hefur ósjaldan fengið að heyra það í gegnum tíðina að hún sé frábær fyrirmynd. „Veistu, í mínum huga er ekkert ómögulegt. Hlutirnir eru bara misjafnlega mögulegir. Orðið „ómögulegt“ er bara ekki til í mínum orðaforða.“
Skóla - og menntamál Háskólar Tímamót Eldri borgarar Akureyri Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira