Síðasta lag Bítlanna kemur út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. október 2023 13:38 Allir fjórir Bítlarnir gefa út nýtt lag í næstu viku. Getty Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar. Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP. Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP.
Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira