Segir hátterni Play svartan blett á sögu kjarasamningsgerðar Árni Sæberg skrifar 27. október 2023 10:49 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm „Hátterni flugfélagsins Play í tengslum við hina meintu „kjarasamningagerð“ og sniðganga þeirra á eina frjálsa stéttarfélagi flugfreyja á Íslandi er svartur blettur á sögu kjarasamningagerðar á Íslandi,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Þetta segir hann í yfirlýsingu á vef ASÍ sem ber titilinn „Að gefnu tilefni: Play virðir ekki grundvallarleikreglur vinnumarkaðarins“. Tilefnið er yfirlýsing Flugfreyjufélags Íslands vegna ummæla Birgis Jónssonar, forstjóra flugfélagsins Play, í Silfrinu á mánudag. Þar sagði að fullyrðingar Birgis um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir ætti að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Í tilkynningu á vef ASÍ segir að af þessu tilefni telji sambandið rétt að rifja upp fyrri ályktun miðstjórnar og tengda umfjöllun um málefni Play. Í maí árið 2021 sagði meðal annars í ályktun miðstjórnar að Play ætlaði að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Starfsemin skásta falli byggð á siðlausum grunni Í tilkynningu er haft eftir Finnbirni að á meðan Play sjái ekki að sér og hafnar því að fylgja leikreglum íslensks vinnumarkaðar muni íslensk verkalýðshreyfingin fordæma starfsemi Play, sem í skásta falli sé byggð á siðlausum grunni. „Það að forstjóri Play hafi ráðist að heilindum FFÍ opinberlega sem ASÍ er stolt af því kalla sitt aðildarfélag, er sérlega siðlaust í ljósi þess hvað gengið hefur á undanfarin ár. Ég skora á Play að ganga til kjarasamningsviðræðna við FFÍ og tryggja það að íslenskir neytendur geti búið við samkeppnismarkað í millilandaflugi án þess að þurfa gefa verulegan afslátt af heilindum sínum og almennum hugmyndum um viðskiptasiðferði.“ Play Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. 26. október 2023 20:51 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Þetta segir hann í yfirlýsingu á vef ASÍ sem ber titilinn „Að gefnu tilefni: Play virðir ekki grundvallarleikreglur vinnumarkaðarins“. Tilefnið er yfirlýsing Flugfreyjufélags Íslands vegna ummæla Birgis Jónssonar, forstjóra flugfélagsins Play, í Silfrinu á mánudag. Þar sagði að fullyrðingar Birgis um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir ætti að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Í tilkynningu á vef ASÍ segir að af þessu tilefni telji sambandið rétt að rifja upp fyrri ályktun miðstjórnar og tengda umfjöllun um málefni Play. Í maí árið 2021 sagði meðal annars í ályktun miðstjórnar að Play ætlaði að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Starfsemin skásta falli byggð á siðlausum grunni Í tilkynningu er haft eftir Finnbirni að á meðan Play sjái ekki að sér og hafnar því að fylgja leikreglum íslensks vinnumarkaðar muni íslensk verkalýðshreyfingin fordæma starfsemi Play, sem í skásta falli sé byggð á siðlausum grunni. „Það að forstjóri Play hafi ráðist að heilindum FFÍ opinberlega sem ASÍ er stolt af því kalla sitt aðildarfélag, er sérlega siðlaust í ljósi þess hvað gengið hefur á undanfarin ár. Ég skora á Play að ganga til kjarasamningsviðræðna við FFÍ og tryggja það að íslenskir neytendur geti búið við samkeppnismarkað í millilandaflugi án þess að þurfa gefa verulegan afslátt af heilindum sínum og almennum hugmyndum um viðskiptasiðferði.“
Play Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. 26. október 2023 20:51 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. 26. október 2023 20:51