Englandsmeistararnir fóru illa með Rauðu djöflana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 16:15 EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Leikurinn byrjaði fjörlega en heimamenn pressuðu hátt og ullu vörn gestanna vandræðum. Phil Foden átti svo skalla að marki fyrir gestina sem Andre Onana var í vandræðum með. Það var hins vegar jafnræði með liðunum þangað til Paul Tierny, dómari leiksins, ákvað að fara í skjáinn á hliðarlínunni eftir að Rodri féll með tilþrifum innan vítateigs Man Utd í kjölfar aukaspyrnu sem var send inn á teig. Tierney komst að þeirri niðurstöðu að Rasmus Höjlund hefði hindrað för Rodri og ákvað að benda á punktinn. Erling Braut Håland skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. 1 - Erling Haaland's penalty was the first Manchester City have ever been awarded at Old Trafford in the Premier League (27th such game). Rarity. pic.twitter.com/pHJ6t87M9D— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2023 Höjlund fékk tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín nánast í næstu sókn en John Stones náði að taka danska framherjann úr jafnvægi. Stóra spurningin er hvað hefði gerst hefði Höjlund farið niður þar sem það var enginn vafi að Stones lagði hönd á framherjann sem var á fleygiferð í átt að marki. Annars voru gestirnir betri aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks þar sem þeir Foden og Amrabat nældu sér í gul spjöld, Onana varði meistaralega frá Håland og Ederson varði fast skot Scott McTominay. Staðan þó enn 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Aftur byrjuðu heimamenn síðari hálfleik ágætlega, það er fyrstu þrjár mínúturnar. Á 49. mínútu komst Bernardo Silva í fína fyrirgjafastöðu og lyfti boltanum inn á teig. Á einhvern ótrúlegan hátt var Håland einn og yfirgefinn sem þýddi það einfaldlega að staðan var orðin 2-0 gestunum í vil. Air Haaland https://t.co/9BGYFeWcGl pic.twitter.com/pqT9GBmZgn— Premier League (@premierleague) October 29, 2023 Leikmenn Man United reyndu að sækja en það gekk einfaldlega ekkert upp hjá þeim og sjá mátti vel að liðið var án Luke Shaw, Raphaël Varane og Casemiro. Það sást svo enn betur í þriðja marki Man City þegar Rodri átti skot sem Andre Onana varði en Jonny Evans var steinsofandi sem gerði það að verkum að Håland gat lagt boltann fyrir markið á Phil Foden sem skoraði þriðja mark Man City. Fleiri urðu mörkin ekki og Man City vann þægilegan 3-0 sigur. Scorer providerErling Haaland puts it on a plate for Phil Foden to score Man City's third #MUNMCI pic.twitter.com/vJxD37c2GI— Premier League (@premierleague) October 29, 2023 Þó heimamenn hafi fengið tækifæri til að skora þá var sigurinn vægast sagt verðskuldaður og svo sannarlega himinn og haf á milli félaganna. Man City fer með sigrinum upp í 24 stig, jafn mörg og Arsenal sem er í 2. sæti og tveimur minna en Tottenham Hotspur sem er í toppsætinu. Man United er í 8. sæti með 15 stig. Fótbolti Enski boltinn
Leikurinn byrjaði fjörlega en heimamenn pressuðu hátt og ullu vörn gestanna vandræðum. Phil Foden átti svo skalla að marki fyrir gestina sem Andre Onana var í vandræðum með. Það var hins vegar jafnræði með liðunum þangað til Paul Tierny, dómari leiksins, ákvað að fara í skjáinn á hliðarlínunni eftir að Rodri féll með tilþrifum innan vítateigs Man Utd í kjölfar aukaspyrnu sem var send inn á teig. Tierney komst að þeirri niðurstöðu að Rasmus Höjlund hefði hindrað för Rodri og ákvað að benda á punktinn. Erling Braut Håland skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. 1 - Erling Haaland's penalty was the first Manchester City have ever been awarded at Old Trafford in the Premier League (27th such game). Rarity. pic.twitter.com/pHJ6t87M9D— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2023 Höjlund fékk tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín nánast í næstu sókn en John Stones náði að taka danska framherjann úr jafnvægi. Stóra spurningin er hvað hefði gerst hefði Höjlund farið niður þar sem það var enginn vafi að Stones lagði hönd á framherjann sem var á fleygiferð í átt að marki. Annars voru gestirnir betri aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks þar sem þeir Foden og Amrabat nældu sér í gul spjöld, Onana varði meistaralega frá Håland og Ederson varði fast skot Scott McTominay. Staðan þó enn 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Aftur byrjuðu heimamenn síðari hálfleik ágætlega, það er fyrstu þrjár mínúturnar. Á 49. mínútu komst Bernardo Silva í fína fyrirgjafastöðu og lyfti boltanum inn á teig. Á einhvern ótrúlegan hátt var Håland einn og yfirgefinn sem þýddi það einfaldlega að staðan var orðin 2-0 gestunum í vil. Air Haaland https://t.co/9BGYFeWcGl pic.twitter.com/pqT9GBmZgn— Premier League (@premierleague) October 29, 2023 Leikmenn Man United reyndu að sækja en það gekk einfaldlega ekkert upp hjá þeim og sjá mátti vel að liðið var án Luke Shaw, Raphaël Varane og Casemiro. Það sást svo enn betur í þriðja marki Man City þegar Rodri átti skot sem Andre Onana varði en Jonny Evans var steinsofandi sem gerði það að verkum að Håland gat lagt boltann fyrir markið á Phil Foden sem skoraði þriðja mark Man City. Fleiri urðu mörkin ekki og Man City vann þægilegan 3-0 sigur. Scorer providerErling Haaland puts it on a plate for Phil Foden to score Man City's third #MUNMCI pic.twitter.com/vJxD37c2GI— Premier League (@premierleague) October 29, 2023 Þó heimamenn hafi fengið tækifæri til að skora þá var sigurinn vægast sagt verðskuldaður og svo sannarlega himinn og haf á milli félaganna. Man City fer með sigrinum upp í 24 stig, jafn mörg og Arsenal sem er í 2. sæti og tveimur minna en Tottenham Hotspur sem er í toppsætinu. Man United er í 8. sæti með 15 stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti