Gekk örna sinna á fjallstoppi í Nepal í mínus 27 Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 20:01 Tómas á toppi tindsins. Búinn að takast á við magapestina. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan. Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan.
Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira