Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 15:53 Í myndböndum sem tekin voru við heimili Eddu og drengjanna í kvöld má sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Vísir Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda