Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 25. október 2023 22:21 Íbúar á Reykjanesi hafa fundið fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. „Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26