Menningarminjar að sökkva í sæ Jódís Skúladóttir skrifar 25. október 2023 19:31 Það bárust sorgarfréttir á dögunum um andlát Harðar Sigurbjarnarsonar. Húsvíkingar hafa misst einn af máttarstólpum samfélagsins en árum saman var Hörður mikil driffjöður framfara og uppbyggingar á svæðinu. Ég votta ættingjum og vinum Harðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég var svo heppin að hitta Hörð í hans vígi á Húsavík fyrir nokkru síðan hvar við ræddum meðal annars hið sögufræga skip Maríu Júlíu, gamla björgunarskip Vestfirðinga, honum fannst mikið til þessa gamla eikarskips koma. Eldmóður hans og ástríða voru smitandi og kveikti hann áhuga minn á okkar verðmæta skipaarfi sem nú er í bráðri hættu. Verndun og varðveisla skipa og báta er hluti af alþýðumenningu og atvinnusögu Íslendinga. Mikið magn verðmætra menningargersema mun að óbreyttu hverfa í sæ vegna ágangs náttúruaflanna á komandi árum. Það má hreinlega ekki gerast og það er á okkar ábyrgð að grípa í taumana áður en það verður of seint. Um er að ræða talsvert magn ómetanlegra menningarverðmæta um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Þrátt fyrir að bátar teljist menningarminjar, forngripir og fornminjar í augum laganna hefur ekki tekist að koma á fyrirkomulagi sem tryggir vernd þeirra og björgun. Viðhald og björgun bátaarfsins hefur að þeim sökum verið á höndum einstaklinga og samtaka áhugafólks Ég hef nú, í annað sinn, lagt fram þingsályktunartillögu um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Markmið þessarar tillögu er að komið verði skikki á varðveislu og björgun þessa menningararfs. Fjöldi þingmannamála og fyrirspurna síðustu ára benda til þess að áhugi sé á málaflokknum enda um fágætar menningarminjar að ræða, sem víða liggja undir skemmdum. Þrátt fyrir brýnt erindi og áhuga hefur lítið áunnist í málaflokknum og víst að svo verði á meðan ekki kemur til skýr stefnumörkun, heildarsýn og raunhæf markmið stjórnvalda. Við erum að falla á tíma og nú er lag. Það er ábyrgðarhluti að við björgum okkar þjóðargersemum áður en það er um seinan. Um það vorum við Hörður sammála. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Jódís Skúladóttir Norðurþing Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það bárust sorgarfréttir á dögunum um andlát Harðar Sigurbjarnarsonar. Húsvíkingar hafa misst einn af máttarstólpum samfélagsins en árum saman var Hörður mikil driffjöður framfara og uppbyggingar á svæðinu. Ég votta ættingjum og vinum Harðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég var svo heppin að hitta Hörð í hans vígi á Húsavík fyrir nokkru síðan hvar við ræddum meðal annars hið sögufræga skip Maríu Júlíu, gamla björgunarskip Vestfirðinga, honum fannst mikið til þessa gamla eikarskips koma. Eldmóður hans og ástríða voru smitandi og kveikti hann áhuga minn á okkar verðmæta skipaarfi sem nú er í bráðri hættu. Verndun og varðveisla skipa og báta er hluti af alþýðumenningu og atvinnusögu Íslendinga. Mikið magn verðmætra menningargersema mun að óbreyttu hverfa í sæ vegna ágangs náttúruaflanna á komandi árum. Það má hreinlega ekki gerast og það er á okkar ábyrgð að grípa í taumana áður en það verður of seint. Um er að ræða talsvert magn ómetanlegra menningarverðmæta um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Þrátt fyrir að bátar teljist menningarminjar, forngripir og fornminjar í augum laganna hefur ekki tekist að koma á fyrirkomulagi sem tryggir vernd þeirra og björgun. Viðhald og björgun bátaarfsins hefur að þeim sökum verið á höndum einstaklinga og samtaka áhugafólks Ég hef nú, í annað sinn, lagt fram þingsályktunartillögu um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Markmið þessarar tillögu er að komið verði skikki á varðveislu og björgun þessa menningararfs. Fjöldi þingmannamála og fyrirspurna síðustu ára benda til þess að áhugi sé á málaflokknum enda um fágætar menningarminjar að ræða, sem víða liggja undir skemmdum. Þrátt fyrir brýnt erindi og áhuga hefur lítið áunnist í málaflokknum og víst að svo verði á meðan ekki kemur til skýr stefnumörkun, heildarsýn og raunhæf markmið stjórnvalda. Við erum að falla á tíma og nú er lag. Það er ábyrgðarhluti að við björgum okkar þjóðargersemum áður en það er um seinan. Um það vorum við Hörður sammála. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar