Tveir innbyrðis leikir Subway deildar liða verða í sextán liða úrslitum kvenna. Valur og Breiðablik eigast við og nýliðarnir Stjarnan og Snæfell etja kappi. Bikarmeistarar Hauka mæta Ármanni.
Í sextán liða úrslitum karlamegin eru þrír innbyrðis leikir Subway deildar liða. Höttur sækir Hamar heim, Grindavík og Haukar eigast við og Breiðablik og Íslandsmeistarar Tindastóls. Bikarmeistarar Vals mæta KV.
Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 9.-11. desember næstkomandi. Bikarúrslitin verða leikin dagana 19.-24. mars á næsta ári.
Sextán liða úrslit VÍS bikars kvenna
- Njarðvík – Tindastóll
- Valur – Breiðablik
- Hamar/Þór – Fjölnir
- Þór Ak. – Aþena
- Grindavík – ÍR
- Stjarnan – Snæfell
- Haukar – Ármann
- Keflavík – Keflavík b
Sextán liða úrslit VÍS bikars karla
- Ármann – Stjarnan
- KV – Valur
- Álftanes – Fjölnir
- Hamar – Höttur
- Grindavík – Haukar
- Selfoss – Keflavík
- KR – Þróttur V.
- Breiðablik – Tindastóll