Inngilding og hvernig hún reiðir sig á ólaunaða vinnu erlendra kvenna Christina Milcher skrifar 24. október 2023 10:01 Félagið okkar skipar sæti í ríkis- og sveitafélagsnefndum og er oft boðið á fundi sem og vinnufundi þar sem málefni innflytjenda eru rædd. Þar að auki hafa önnur félög, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinnar oft samband við okkur varðandi ýmsa viðburði eins og til dæmis kvennaverkfallið í dag. Stjórnin okkar er skipuð af sjálfboðaliðum sem þýðir að til að mæta á þessa fundi þurfa fulltrúar okkar að taka sér frí úr vinnu þar sem fundirnir eru yfirleitt á vinnutíma. Flestir aðrir þátttakendur þessara funda eru starfsfólk á vegum ríkisins, borgarinnar eða stéttafélaganna og eru því þarna á vegum vinnunnar sinnar. Aðeins ein af þessum stofnunum greiðir fulltrúa okkar fyrir fundarsetu. Auk þess sem fulltrúi okkar er yfirleitt sá eini af erlendum uppruna. Þetta skapar mikið álag á fulltrúann okkar, enda er ekki nóg að hann mæti heldur er hann líka í forsvari fyrir breiðan og fjölbreyttan hóp. Fyrir þessar stofnanir er þátttaka okkar leið til að sýna að þeim er umhugað um inngildingu. Hins vegar er vert að spyrja hvers vegna nánast ekkert af starfsfólki þessara stofnana sé af erlendum uppruna? Við erum sannarlega þakklát fyrir inngildandi nálgun skipuleggjanda kvennaverkfalls þessa árs en á sama tíma finnst okkur að stéttarfélögin ættu að nýta þetta tækifæri til að rannsaka þennan ójöfnuð innan sinna raða. Það er flott hjá forsætisráðherranum að taka þátt í kvennaverkfallinu en okkur finnst að það heði mátt nýta þetta tækifæri til að ræða ráðningarferlið í ráðuneytunum og öðrum ríkisstofnunum. Það er enginn skortur á færum konum af erlendum uppruna á Íslandi, við ættum því ekki að þurfa að reiða okkur á ólaunað vinnuafl til þess að fá sæti við borðið. Höfundur er varaformaður í W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Félagið okkar skipar sæti í ríkis- og sveitafélagsnefndum og er oft boðið á fundi sem og vinnufundi þar sem málefni innflytjenda eru rædd. Þar að auki hafa önnur félög, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinnar oft samband við okkur varðandi ýmsa viðburði eins og til dæmis kvennaverkfallið í dag. Stjórnin okkar er skipuð af sjálfboðaliðum sem þýðir að til að mæta á þessa fundi þurfa fulltrúar okkar að taka sér frí úr vinnu þar sem fundirnir eru yfirleitt á vinnutíma. Flestir aðrir þátttakendur þessara funda eru starfsfólk á vegum ríkisins, borgarinnar eða stéttafélaganna og eru því þarna á vegum vinnunnar sinnar. Aðeins ein af þessum stofnunum greiðir fulltrúa okkar fyrir fundarsetu. Auk þess sem fulltrúi okkar er yfirleitt sá eini af erlendum uppruna. Þetta skapar mikið álag á fulltrúann okkar, enda er ekki nóg að hann mæti heldur er hann líka í forsvari fyrir breiðan og fjölbreyttan hóp. Fyrir þessar stofnanir er þátttaka okkar leið til að sýna að þeim er umhugað um inngildingu. Hins vegar er vert að spyrja hvers vegna nánast ekkert af starfsfólki þessara stofnana sé af erlendum uppruna? Við erum sannarlega þakklát fyrir inngildandi nálgun skipuleggjanda kvennaverkfalls þessa árs en á sama tíma finnst okkur að stéttarfélögin ættu að nýta þetta tækifæri til að rannsaka þennan ójöfnuð innan sinna raða. Það er flott hjá forsætisráðherranum að taka þátt í kvennaverkfallinu en okkur finnst að það heði mátt nýta þetta tækifæri til að ræða ráðningarferlið í ráðuneytunum og öðrum ríkisstofnunum. Það er enginn skortur á færum konum af erlendum uppruna á Íslandi, við ættum því ekki að þurfa að reiða okkur á ólaunað vinnuafl til þess að fá sæti við borðið. Höfundur er varaformaður í W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar