Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 07:03 Frumvarpið verður fyrst tekið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd þingsins áður en það fer til atkvæðagreiðslu. AP/Mindaugas Kulbis Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi. Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu. Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu.
Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira