Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2023 23:30 Claudia sendi fréttastofu mynd sem skjólstæðingur hennar sendi henni af klefanum hennar á Keflavíkurflugvelli. Þar segist konan sæta ómannúðlegri meðferð. Vísir Rúmensk kona sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag, hefur verið í haldi lögreglu inni í lokuðu herbergi á flugvellinum frá því að hún lenti fyrir rúmum sjö tímum síðan. Lögmaður hennar segir ljóst að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé um að ræða EES-borgara í atvinnuleit hérlendis. „Hún hefur enn ekki fengið upplýsingar um hvers vegna henni er óheimilt að koma inn í landið og í þokkabót hefur lögregla ekki veitt mér upplýsingar um hvers vegna ákvörðunin var tekin um að halda þessari konu,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður konunnar. Að sögn Claudiu hefur konunni áður verið vísað úr landi. Þá ákvörðun kærði hún til kærunefndar útlendingamála. Hún segir að konan tali litla ensku, en hafi þrátt fyrir það ekki verið veittur aðgang að túlki þar til á tíunda tímanum í kvöld eftir ítrekaðar beiðni þar um. Konan telur sig sæta ómannúðlegri meðferð. „Að hennar sögn hefur lögreglan beðið hana um að undirrita skjal sem hún getur ekki skilið hvað er, því hún hefur ekki fengið túlk. Þetta er allt óljóst á meðan henni er haldið í einangrun og að sögn hennar komið fram við hana á mjög ómannúðlegan hátt. Hún segist þurfa að grátbiðja þau um mat og vatn.“ Mynd af klefa konunnar og ferðatösku þar sem hún er í haldi. Claudia segir að um sé að ræða stóralvarlegt brot gegn EES reglum. Ljóst sé að konan eigi rétt á inngöngu í landið og til atvinnuleitar hér á landi á grundvelli EES samningsins. Hún segir að slíkum málum um frávísun við komu til landsins fari fjölgandi meðal annars vegna nýrra laga um landamæri nr. 136/2022 sem tóku gildi í janúar á þessu ári. Svo virðist vera sem það sé lögreglu óljóst hver valdheimild hennar til frávísunar eða brottvísunar á grundvelli laganna. „Ítrekaðri beiðni minni um að fá gögn málsins afhend hefur ekki verið svarað. Það er grafalvarlegt þegar vísvitandi er verið að koma í veg fyrir að einstaklingur í þessari stöðu geti notið aðstoðar lögmanns,“ segir Claudia. Hún segir að svo virðist vera sem að konan muni þurfa að gista í haldi á Keflavíkurflugvelli í nótt. Frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt Að sögn Claudiu virðist vera sem lögregla átti sig ekki á því hvenær hún hafi raunverulega valdheimild til vísa fólk frá landinu og á þeim takmörkunum sem þeim valdheimildum hefur verið settar, meðal annars á grundvelli EES-reglna. Í sumar vakti mál albansks manns, sem einnig var skjólstæðingur Claudiu, mikla athygli. Honum og frænku hans var haldið í þrjátíu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli. Claudia sagðist við tilefnið ekki hafa orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu. Fyrir helgi komst kærunefnd útlendingamála að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli um frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt. Claudia segir að það mál sé í frekari skoðun vegna þess tjóns sem maðurinn varð fyrir. „Umbjóðendur mínir urðu fyrir óþarfa tjóni, sérstaklega í ljósi þess að ég reyndi þá eins og í þessu máli að benda lögreglunni á mistök sín. Það mál er orðið að skaðabótamáli. Það hefur aldrei jafn mörgum verið vísað frá landamærunum og núna. Þetta er farið að hamla fólki ótrúlega, fólki sem hefur fulla heimild til þess að koma til Íslands.“ Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
„Hún hefur enn ekki fengið upplýsingar um hvers vegna henni er óheimilt að koma inn í landið og í þokkabót hefur lögregla ekki veitt mér upplýsingar um hvers vegna ákvörðunin var tekin um að halda þessari konu,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður konunnar. Að sögn Claudiu hefur konunni áður verið vísað úr landi. Þá ákvörðun kærði hún til kærunefndar útlendingamála. Hún segir að konan tali litla ensku, en hafi þrátt fyrir það ekki verið veittur aðgang að túlki þar til á tíunda tímanum í kvöld eftir ítrekaðar beiðni þar um. Konan telur sig sæta ómannúðlegri meðferð. „Að hennar sögn hefur lögreglan beðið hana um að undirrita skjal sem hún getur ekki skilið hvað er, því hún hefur ekki fengið túlk. Þetta er allt óljóst á meðan henni er haldið í einangrun og að sögn hennar komið fram við hana á mjög ómannúðlegan hátt. Hún segist þurfa að grátbiðja þau um mat og vatn.“ Mynd af klefa konunnar og ferðatösku þar sem hún er í haldi. Claudia segir að um sé að ræða stóralvarlegt brot gegn EES reglum. Ljóst sé að konan eigi rétt á inngöngu í landið og til atvinnuleitar hér á landi á grundvelli EES samningsins. Hún segir að slíkum málum um frávísun við komu til landsins fari fjölgandi meðal annars vegna nýrra laga um landamæri nr. 136/2022 sem tóku gildi í janúar á þessu ári. Svo virðist vera sem það sé lögreglu óljóst hver valdheimild hennar til frávísunar eða brottvísunar á grundvelli laganna. „Ítrekaðri beiðni minni um að fá gögn málsins afhend hefur ekki verið svarað. Það er grafalvarlegt þegar vísvitandi er verið að koma í veg fyrir að einstaklingur í þessari stöðu geti notið aðstoðar lögmanns,“ segir Claudia. Hún segir að svo virðist vera sem að konan muni þurfa að gista í haldi á Keflavíkurflugvelli í nótt. Frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt Að sögn Claudiu virðist vera sem lögregla átti sig ekki á því hvenær hún hafi raunverulega valdheimild til vísa fólk frá landinu og á þeim takmörkunum sem þeim valdheimildum hefur verið settar, meðal annars á grundvelli EES-reglna. Í sumar vakti mál albansks manns, sem einnig var skjólstæðingur Claudiu, mikla athygli. Honum og frænku hans var haldið í þrjátíu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli. Claudia sagðist við tilefnið ekki hafa orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu. Fyrir helgi komst kærunefnd útlendingamála að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli um frávísun albanska mannsins hafi verið ólögmæt. Claudia segir að það mál sé í frekari skoðun vegna þess tjóns sem maðurinn varð fyrir. „Umbjóðendur mínir urðu fyrir óþarfa tjóni, sérstaklega í ljósi þess að ég reyndi þá eins og í þessu máli að benda lögreglunni á mistök sín. Það mál er orðið að skaðabótamáli. Það hefur aldrei jafn mörgum verið vísað frá landamærunum og núna. Þetta er farið að hamla fólki ótrúlega, fólki sem hefur fulla heimild til þess að koma til Íslands.“
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira