Sænski miðillinn Aftonbladet greinir frá því að þrír leikmenn séu á leið frá Hammarby þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur um miðbik nóvember. Liðið situr sem stendur í 6. sæti og siglir lygnan sjó.
Hinn 34 ára gamli Jón Guðni hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli undanfarin misseri og hefur ekki spilað leik síðan haustið 2021.
Miðvörðurinn er að renna út á samning hjá Hammarby og segir Aftonbladet að Jón Guðni stefni á að flytja heim til Íslands þegar þar að kemur. Ekki er víst hvort hann stefni á að spila hér á landi eða skórnir séu á leið upp á hillu eftir svona langan tíma á meiðslalistanum.
Jón Guðni spilaði með Fram hér á landi áður en hann hélt erlendis árið 2011. Hann á að baki 18 A-landsleiki.