Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 15:35 Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos. Logos Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15
Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59