Sýnum samstöðu Logi Einarsson skrifar 23. október 2023 14:30 Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Kvennaverkfall Samfylkingin Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Í dag hafa konur 21% lægri atvinnutekjur en karlar. 40% kvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups um verkaskiptingu á heimili sinna konur í mun meira mæli heimilisstörfum en karlkyns makar þeirra. Þegar konur í gagnkynhneigðum samböndum voru spurðar um hvernig heimilisverkin skiptust á milli þeirra og maka sögðust 67% sinna þeim meira. Á sama tíma sögðust 12% karla sinna heimilisstörfum í meira mæli. Þegar kemur að umönnun barna sögðust 59% kvenna sinna þeim meira en karlkyns maki. 31% karla telja kvenkyns maka sinn sinna börnum sínum meira en einungis 2% kvenna telja karlkyns maka sinna börnum meira en þær. Um leið og ég hvet konur til að taka þátt næsta þriðjudag þurfum við karlar líka að taka þessa stöðu alvarlega. Við þurfum ekki síður að leggjast á árar til að breyta þessari ólíðandi stöðu. Við skulum sýna samstöðu með kröfum kvenna á þriðjudaginn og raunar alla daga. Óhjákvæmilega verða margir skólar og leikskólar óstarfhæfir og þess vegna vil ég hvetja feður, afa, bræður, til að gera ráðstafanir á morgun og tryggja þátttöku kvenna í verkfallinu. Látum konur ekki einar standa í baráttunni fyrir jafnrétti. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun