Sú markahæsta sneri aftur eftir ellefu mánaða fjarveru Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 17:31 Sú markahæsta stýrði fagnaðarlátunum að leik loknum. @ArsenalWFC Markadrottningin Vivianne Miedema sneri aftur í lið Arsenal þegar liðið lagði Bristol City naumlega á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, lokatölur 1-2 og Skytturnar fóru heim til Lundúna með stigin þrjú. Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira