Skýr merki um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2023 06:25 Ný spá HMS gerir ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár. Vísir/Vilhelm Nýjar tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýna að framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.683 íbúðum. Mikill samdráttur er þó í fjölda nýrra framkvæmda og nemur hann um 68 prósent á milli ára. Skýr merki eru um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar. Þetta er meðal þess kemur fram í nýrri greiningu HMS. Þar kemur fram að fjöldi íbúða í framkvæmdum þar sem framvinda standi í stað eykst á milli talninga og vísbendingar séu um að enn sé verið að hægja á framkvæmdum. Metur stofnunin því að einungis 6.738 íbúðir séu í virkri framleiðslu. Þá segir að fjöldi fullbúinna íbúða sem ekki séu teknar í notkun aukist um nærri 600 prósent á milli ára og séu skýr merki um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar. Búast megi við 2.838 fullbúnum íbúðum í ár og 2.624 íbúðum á næsta ári og þá geri ný spá ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár. „Samkvæmt nýjustu talningu HMS er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu þar eru 69,2% af öllum íbúðum sem eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík (2.607 íbúðir) næstflestar eru í Hafnarfirði (1.605 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (586 íbúðir) og Reykjanesbæ (399 íbúðir). Samdráttur í fjölda í búða í byggingu er í flestum sveitarfélögum mestur í Mosfellsbæ (45,5%) og Kópavogi (7,4%). Fjölgun er í Reykjavík um 7,2%. Enn eykst fjölda íbúða þar sem framvinda helst óbreytt á milli talninga. Mest er aukningin á framvindustigi 3 og 4. Ef framkvæmdir eru lengi á sama framvindustigi getur það verið vísbending um að hægt hafi verið á framkvæmdum og á það sérstaklega við um framvindustig 1 (jarðvinna hafin), framvindustig 2 (undirstöður tilbúnar) og framvindustig 4 (fokhelt mannvirki) þar sem yfirleitt má vænta þess að framvinda teljist á næsta framvindustigi á þeim 6 mánuðum sem að jafnaði eru á milli talninga HMS. Flestar íbúðirnar með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu en á þó við á öllum landssvæðum. Samkvæmt spá HMS sem byggir á talningunni þá má vænta þess að samdráttur verði í fjölda fullbúinna íbúða þriðja árið í röð og að það verði áframhaldandi samdráttur einnig á næsta ári. Nýja spáin gerir ráð fyrir að 2.838 íbúðir verði fullbúnar í ár og 2.624 íbúðir á næsta ári. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Þetta er meðal þess kemur fram í nýrri greiningu HMS. Þar kemur fram að fjöldi íbúða í framkvæmdum þar sem framvinda standi í stað eykst á milli talninga og vísbendingar séu um að enn sé verið að hægja á framkvæmdum. Metur stofnunin því að einungis 6.738 íbúðir séu í virkri framleiðslu. Þá segir að fjöldi fullbúinna íbúða sem ekki séu teknar í notkun aukist um nærri 600 prósent á milli ára og séu skýr merki um að erfiðara gangi að selja nýbyggingar. Búast megi við 2.838 fullbúnum íbúðum í ár og 2.624 íbúðum á næsta ári og þá geri ný spá ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár. „Samkvæmt nýjustu talningu HMS er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu þar eru 69,2% af öllum íbúðum sem eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík (2.607 íbúðir) næstflestar eru í Hafnarfirði (1.605 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (586 íbúðir) og Reykjanesbæ (399 íbúðir). Samdráttur í fjölda í búða í byggingu er í flestum sveitarfélögum mestur í Mosfellsbæ (45,5%) og Kópavogi (7,4%). Fjölgun er í Reykjavík um 7,2%. Enn eykst fjölda íbúða þar sem framvinda helst óbreytt á milli talninga. Mest er aukningin á framvindustigi 3 og 4. Ef framkvæmdir eru lengi á sama framvindustigi getur það verið vísbending um að hægt hafi verið á framkvæmdum og á það sérstaklega við um framvindustig 1 (jarðvinna hafin), framvindustig 2 (undirstöður tilbúnar) og framvindustig 4 (fokhelt mannvirki) þar sem yfirleitt má vænta þess að framvinda teljist á næsta framvindustigi á þeim 6 mánuðum sem að jafnaði eru á milli talninga HMS. Flestar íbúðirnar með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu en á þó við á öllum landssvæðum. Samkvæmt spá HMS sem byggir á talningunni þá má vænta þess að samdráttur verði í fjölda fullbúinna íbúða þriðja árið í röð og að það verði áframhaldandi samdráttur einnig á næsta ári. Nýja spáin gerir ráð fyrir að 2.838 íbúðir verði fullbúnar í ár og 2.624 íbúðir á næsta ári.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira