Handbolti

Óðinn Þór markahæstur í eins marks tapi Kadetten

Siggeir Ævarsson skrifar
Óðinn Þór í leik gegn Fusche Berlin á síðustu leiktíð.
Óðinn Þór í leik gegn Fusche Berlin á síðustu leiktíð. Vísir/Getty

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen töpuðu naumlega gegn erkifjendum sínum í Pfadi Winterthur í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 30-29. Óðinn var markahæstur í sínu liði með sjö mörk.

Kadetten Schaffhausen er þrátt fyrir tapið á toppi deildarinnar en fyrir leikinn hafði liðið unnið fimm leiki í röð og er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki.

„Leikirnir í Winterhur eru alltaf áskorun, við vissum það. Við vorum ekki góðir varnarlega í dag og það komið og oft í bakið á okkur.“ - Sagði Óðinn í samtali við vefsíðu Kadetten eftir leikinn.

Næsti leikur Kadetten er Evrópuslagur gegn Elverum frá Noregi og vonast Svisslendingarnir eftir að mæta til leiks með fullskipað lið en landsliðsmennirnir Joan Cañellas og Lukas Herburger voru fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×