Margrét Einarssdóttir var hetja Hauka en hún varði tvö víti á lokamínútum leiksins. Sigurmarkið kom á 55. mínútu þegar Elín Klara skoraði úr víti. Valskonur höfðu enn nægan tíma til að jafna og fengu tvö víti áður en leiktíminn rann út.

Margrét gerði sér lítið fyrir og varði bæðin vítin, fyrst frá Hildigunni Einarsdóttur og svo frá Þórey Önnu Ásgeirsdóttur í blálokin.

Sigur Hauka mögulega sanngjarn þegar upp er staðið en heimakonur leiddu allan leikinn nema í stöðunni 0-1. Leikurinn var þó nokkuð jafn frá upphafi til enda og Valskonur hljóta að naga sig í handabökin að hafa ekki nýtt vítin á ögurstundu, lokatölur 26-25.
Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst Hauka og á vellinum í dag með átta mörk og Elín Klara Þorkelsdóttir bætti við átta. hjá Val voru fjórir leikmenn með fimm mörk.

Haukar jafna því Val á toppi deildarinnar, bæði lið með tíu stig eftir fimm sigra í sex leikjum.