„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Árni Sæberg skrifar 21. október 2023 14:08 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins benda til þess að atvinnurekendur telji svo gott sem engin efni til launahækkana þegar nýir kjarasamningar verða gerðir á næstunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það gamla sögu og nýja. „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart, þetta er nákvæmlega það sama og heyrist alltaf þegar kjaraviðræður og kjarasamningar eru í nánd.“ Í sömu könnun kom í ljós að almenningur telur ekki líklegt að atvinnurekendur geti hækkað laun mikið. Sólveig Anna segir að Efling stefni fyrst og fremst að því að laun þeirra launalægstu verði hækkuð. „Við viljum byggja á módeli lífskjarasamningsins. Það voru mjög farsælir og góðir samningar sem náðust árið 2019. Krónutölusamningar þar sem allir fá sömu krónutöluna í hækkun. Ég held og ég trúi að það muni nást sátt um þannig samninga,“ segir Sólveig Anna. Vill langtímasamninga Þá segir hún að vilji verkalýðshreyfingarinnar sé að kjarasamningar verði gerðir til lengri tíma og að samningar þar sem helst er komið til móts við þau launalægstu myndu stuðla að minni verðbólgu og lægra vaxtastigi. „Skynsamlegasta og besta nálgunin á þessum tímum sem við lifum, í því efnahagsástandi sem er uppi, er að gera samninga sem lyfta fyrst og fremst upp þeim sem eru á lægstu laununum, sem augljóslega duga ekki til framfærslu. Þannig getur verkalýðshreyfingin sannarlega lagt sitt af mörkum til að ná hér niður vaxtastigi og byrja að hemja verðbólgubálið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira