„Þú ert með völdin!“ Kristín Ólafsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 11:59 Mótmælendur ræða hér við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir að hún hafði tekið á móti undirskriftalistanum. Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu. Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira