Samkvæmt enskum fjölmiðlum gæti allavega einn leikur verið færður af Þorláksmessu og yfir á aðfangadag.
Stærsti leikurinn, milli Arsenal og Liverpool, verður þó ekki settur yfir á aðfangadag.
Aðeins einn leikur hefur verið á aðfangadag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Leeds United vann Manchester United, 3-1, á aðfangadag 1995.
Stærsta ástæðan fyrir því að ekki hafa verið fleiri leikir á aðfangadag er hversu erfitt það gæti verið fyrir stuðningsmenn að ferðast á leikina.