Þá var tilkynnt um einstakling sem var að betla fyrir utan verslun í miðborginni og var honum veitt tiltal. Í sama hverfi barst lögreglu tilkynning um einstakling sem var sofandi í anddyri í heimahúsi. Sá var vakinn af lögreglu.
Að öðru leyti virðist hafa verið rólegt yfir, ef marka má dagbókina, og sinnti lögregla almennu eftirliti á höfuðborgarsvæðinu.