Ellefu ára drengur viðriðinn báðar stíflueyðisárásir Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 19. október 2023 16:07 Árásirnar tvær voru framdar á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur tekið skýrslur af tveimur drengjum, fæddum árin 2011 og 2012, í tengslum við tvær aðskildar stíflueyðisárásir á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Sá sem er fæddur árið 2012 er viðriðinn báðar árásir. Þetta staðfestir Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að á sunnudag fyrir rúmri viku hafi stíflueyði verið kastað á bak tíu ára drengs, sem var í fótbolta á lóð skólans Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að kvöldið áður hefði tólf ára stúlka hefði verið flutt á bráðamóttöku Landspítalans kvöldið áður, eftir að hópur drengja kastaði stíflueyðisdufti í andlit hennar. Þá sagði Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, í tölvupósti til foreldra í gær að stúlkan hafi dvalið lengi á bráðamóttöku, þar sem unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki væri enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Guðrún segir að skýrsla hafi verið tekin af drengjunum tveimur í gær og þar hafi meðal annars komið fram að þeir hafi verið að apa eftir hegðun sem þeir hafa séð á samfélagsmiðlinum Youtube. Þeir hafi verið að útbúa einhvers konar sprengjur úr stíflueyðinum. Guðrún segir að engin mál séu á borði lögreglu í tengslum við sprengjur en að Barnavernd sé með bæði málin til meðferðar. Ekki hefur náðst í Þorkel Daníel skólastjóra frá því að málin komu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21 Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þetta staðfestir Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að á sunnudag fyrir rúmri viku hafi stíflueyði verið kastað á bak tíu ára drengs, sem var í fótbolta á lóð skólans Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að kvöldið áður hefði tólf ára stúlka hefði verið flutt á bráðamóttöku Landspítalans kvöldið áður, eftir að hópur drengja kastaði stíflueyðisdufti í andlit hennar. Þá sagði Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, í tölvupósti til foreldra í gær að stúlkan hafi dvalið lengi á bráðamóttöku, þar sem unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki væri enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Guðrún segir að skýrsla hafi verið tekin af drengjunum tveimur í gær og þar hafi meðal annars komið fram að þeir hafi verið að apa eftir hegðun sem þeir hafa séð á samfélagsmiðlinum Youtube. Þeir hafi verið að útbúa einhvers konar sprengjur úr stíflueyðinum. Guðrún segir að engin mál séu á borði lögreglu í tengslum við sprengjur en að Barnavernd sé með bæði málin til meðferðar. Ekki hefur náðst í Þorkel Daníel skólastjóra frá því að málin komu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21 Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21
Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12